Hross á afrétt

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar. Samkvæmt búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðingar allt árið. Allt búfé er á ábyrgð umráðamanns sem er skylt að sjá til þess að búfé sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000, um vörslu búfjár.