Hvernig er að vera barn í Eyjafjarðarsveit?

Hagsmunafélög barnanna bjóða ykkur til kaffisamsætis í Laugarborg, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 20:00.
Fáum okkur tíu dropa, gæðum okkur á kökum og kruðiríi og spjöllum um börnin okkar. Ræðum um nærumhverfið, skólana, tómstundir, uppeldi og heilsu barnanna og annað sem brennur á ykkur. Hvað má gera meira/minna af? Hvernig sveitasamfélag viljum við skapa?
Allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða. 
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla, Foreldrafélag Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar