Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar – Lokanir í maí

Fréttir

22.-25. maí mun starfsfólk Íþróttamiðstöðvar sitja árleg skyndihjálparnámskeið og þreyta sundpróf samhliða því að sinna vorverkum og viðhaldi. Það verður því lokað hjá okkur þessa daga. Opnum aftur föstudaginn 26. maí kl. 6:30 skv. vetaropnun.
1. júní tekur sumaropnunartíminn við.
Við sjáumst svo hress í sundi í sumar, langtímaspáin er góð!
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.