Kvennahlaup ÍSÍ 7. júní.

Kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 7. júní undir leiðsögn Helgu Sigfúsdóttur. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, við innganginn að skólanum, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. Þátttökugjald er 1000 krónur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera fyrir börnin s.s. kassaklifur í íþróttasalnum, boltaleikir á útivöllum og eins og undanfarin ár verða hestar frá hestamannafélaginu Funa á staðnum. Eftir hlaupið ætlar Anna Rappich að hjálpa okkur að teygja á öllum vöðvum og slaka aðeins á.

Létt hressing verður í boði fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins.
Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum milli kl. 11:00 og 12:30 og mælir blóðþrýsting hjá gestum og gangandi.

Meginmarkmið Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Konur eru hvattar til að stunda hreyfingu ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins.
Allar konur geta tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Bolurinn í ár er fjólublár, og er þemað "Heilbrigt hugarfar - hraustar konur".