Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Fréttir

Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun (B.s., B.a., B.ed) sem að nýtist í starfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 4. ágúst 2020 eða eftir samkomulagi.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta

Sjá nánar á http://krummakot.leikskolinn.is/ .

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2020. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.