Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða deildarstjóra

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit.

Menntunar- og hæfniskröfur:
-Leyfisbréf sem leikskólakennari.
-Reynsla af deildarstjórn, og vinnu með börnum.
-Góð skipulagshæfni og frumkvæði.
-Góð hæfni í samskiptum og samstarfi.
-Góð almenn tölvukunnátta.
-Gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli.
-Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf í samræmi við áherslur leikskólans.

Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Einnig nöfn meðmælenda sem hafa má samband við.

Krummakot vinnur markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum og hvetur karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Það er til samræmis við jafnréttislög nr. 10/2008.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is.