Líf í lundi helgina 25. og 26. júní

Fréttir

Fuglaganga í Hánefsstaðareit
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, fuglaskoðun og tálgun í Hánefsstaðareit, Svarfaðardal sunnudaginn 26. júní á milli kl 13 og 16. Heitt á katlinum.

Skógarskoðun í Fossselsskógi
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður fólki að heimsækja náttúruperluna í Þingeyjarsveit laugardaginn 25. júní á milli kl 14 og 16. Birkisafi í boði.

Nánari upplýsingar á facebooksíðum félaganna og á skogargatt.is.