Ljósleiðari í Eyjafjarðarsveit

Starfsmenn á vegum Tengis munu á næstu dögum koma við á þeim bæjum sem eru á svæðinu frá Sólgarði að Hólsgerði, bæði austan og vestan ár. Starfsmennirnir vilja kanna áhuga íbúa á ljósleiðaratengingu og skoða aðstæður með húseigendum ásamt því að svara spurningum ef einhverjar eru.
Rétt er að benda á að eigendur sumar- og frístundahúsa þurfa sjálfir að hafa samband við Tengi í s: 460 0460 hafi þeir áhuga á að tengjast ljósleiðara. Það er mun ódýrara að fá tenginguna meðan á framkvæmdunum stendur heldur en fá hana síðar.
Tengir ehf.