Myrkir - Sópran, harpa og flauta

MYRKIR MÚSIKDAGAR
3. - 10. Febrúar 2008

Fimmtudagur 7. febrúar 2008 í Norræna húsinu kl.12.15
&
Laugardagur 9. febrúar 2008 í Laugarborg Eyjafirði kl.15.00

ALMANAKSLJÓÐ
Gerður Bolladóttir sópran, Sophie Schoonans harpa og Pamela De Sensi flauta
Almanaksljóð eftir Bolla Gústafsson stikla á helstu messudögum ársins að fornu, með stuttum ljóðrænum lýsingum af náttúru, veðri og bústörfum – oft með trúarlega vísun. Þessi ljóðaflokkur myndar eina sterka heild – hringrás lífsins, dauða og endurfæðingu náttúrunnar – Hér er um frumflutning að ræða og höfundur tónverks er Anna Þorvaldsdóttir en flytjendur Gerður Bolladóttir sópran, Sophie Schoonans Harpa og Pamela De Sensi flauta.


Á þessum tónleikum slást fjögur önnur skáld í för með Bolla. Þau eru öll samferðamenn og vinir hans og dvöldust samtíða á Akureyri. Davíð Stefánsson, Heiðrekur Guðmundsson, Hjörtur Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. Tónverkin við ljóð þeirra eru öll samin af núlifandi tónskáldum – þeim Önnu Þorvaldsdóttur, Ingibjörgu Þorbergs, Atla Heimi Sveinsson, Jón Hlöðveri Áskelsson, Tryggva M Baldvinssyni og Hreiðari Inga Þorsteinssyni.

Athygli skal vakin á því að tónleikarnir verða endurfluttir fyrir norðan – í Laugarborg Eyjafirði laugardaginn 9.febrúar kl.15.00

Nánar:
Ingibjörg Þorbergs (1927):
Haustljóð (Heiðrekur Guðmundsson)
Eins og leikur fiðrildanna (Hjörtur Pálsson)
Haust í Heiðmörk (Hjörtur Pálsson)

Hreiðar Ingi Þorsteinsson (1978):
Harpan (2001) (Davíð Stefánsson)
Fjórði af fjórum tregasöngvum (Davíð Stefánsson)

Tryggvi M. Baldvinsson (1965):
Krummi (1995)

Atli Heimir Sveinsson (1938):
Örstef: Fimm smáþættir fyrir flautu (1991)
Fjögur ljóð úr: Óður steinsins (Kristján frá Djúpalæk)

Jón Hlöðver Áskelsson (1945):
Bærinn í skóginum (1990)f. flautu og hörpu

Anna Þorvaldsdóttir (1977):
Almanaksljóð (2007) (Bolli Gústafsson)
Ljóðaflokkur 14 ljóða úr ljóðabókinni Borðnautar

Séra Bolli Gústavsson prestur í Laufási og síðar vígslubiskup á Hólum er landsþekktur fyrir skrif sín, en t.d. vann hann bókmenntaverðlaun AB fyrir æskuminningar sínar, Vorgöngu í vindhæringi, sem eru á mörkum ljóðs og prósa 1982. Árið 1988 sendi Bolli Gústavsson frá sér ljóðabókina Borðnauta en þar er Almanaksljóð einmitt að finna.

Gerður Bolladóttir er sópran er hefur einkum lagt áherslu á ljóða – og kirkjutónlist. Þetta er þriðja verkefni Gerðar er lýtur að tónlistarnýsköpun frá íslenskum menningararfi. Árið 2003 gaf hún út geisladiskinn Jón Arason in Memoriam sem
innheldur lög við ljóð Jóns Hólabiskups – þar af eru nokkur frumsaminn af Örlygi Benediktssyni í tilefni útgáfunnar. Árið 2006 gaf hún síðan út geisladiskinn Fagurt er í Fjörðum sem er safn íslenskra þjóðlaga sem er að helmingi til nýtútsett þjóðlög fyrir fiðlu eftitr Önnu Þorvaldsdóttur.

Sophie Schoonans hefur verið búsett á Íslandi í tvo áratugi og tekið virkann þátt í íslensku tónlistarlífi landsins og m.a. spilað með symfóníuhljómsveit Íslands,fyrir utan að koma reglulega
fram í kammertónlist.

Pamela De Sensi er fædd árið 1975 í Róm en uppalin í Lamezia Terme á Suður Ítalíu. Húnútskrifaðist 1998 í "Conservatorio di Musica L. Perosi” í Campobasso áÍtalíu og í kammertónlist í " Conservatorio di Musica S. Cecilia " í Róm 2002. Á sama tíma sótti hún tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C.Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og M. Ancillotti. Hefurtekið þátt í fjölda tónleika bæði sem einleikari sem og í kammertónlist: t.d. Kasakstan, Frakklandi, Spáni, Suður‐Ameríkur og Ísland og víðsvegar á Ítaliu. Frá árinu 1997 hefur hún spilað með flautakvartettnum “HorusEnsemble” og frá ´98 meðtríóinu “Shéhérazade”. Á Íslandi hefur hún starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarkóla Kópavogs.

www.listir.is/myrkir