Opið hús kl. 14-16 í tilefni 25 ára afmælis leikskóladeildar Hrafnagilsskóla, Krummakots

Föstudaginn 14. september eru liðin tuttugu og fimm ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna þessum merku tímamótum verður  opið hús í Krummakoti milli kl. 14:00 – 16:00 á afmælisdaginn. Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir velunnarar leikskólans eru hvattir til að líta inn, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og þiggja hressingu.

Leikskólabörn og starfsfólk komu í skrúðgöngu í morgun í Hrafnagilsskóla. Þar hittu þau m.a. Hrund skólastjóra Hrafnagilsskóla, sem kom færandi hendi í tilefni dagsins.

 Skrúðganga kom frá leikskólanum í Hrafnagilsskóla

Hrund skólastjóri Hrafnagilsskóla kemur færandi hendi í tilefndi dagsins.

Sungið saman