Saurbæjarkirkja 150 ára

  Ssaurbaejarkirkja2_120aurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mundir. Haldið var upp á það sunnudaginn 30. nóvember s. l.
Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius sem uppi var á árunum 1790-1870 lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar.

Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók við það tilefni.

Þá var messað í kirkjunni og kom vígslubiskupinn á Hólum séra Jón Aðalsteinn saurbaejarkirkja1_120 Baldvinsson og predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt sóknarprestinum séra Hannesi Erni Blandon prófasti Eyjafjarðarprófastdæmis. Kirkjukór Laugalandsprestakalls söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn í Svarfaðardal söng einsöng við undirleik Daníels. Kirkja var þéttsetin og þurftu sumir að standa.

saurbaejarkirkja3_120 Tryggvi Sveinbjörnsson frá Hrísum tók að sér að aka brottfluttum Eyfirðingum,sem nú búa á Akureyri, í athöfnina.  Eftir messuna bauð sóknarnefnd og kvenfélagið Hjálpin til kaffisamsætis í Sólgarði. 

saurbaejarkirkja4_120 Þar flutti Guðrún Harðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands erindi um Saurbæjarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson sýndi teikningar að hugmyndum um endurgerð Saurbæjarkirkjugarðs.