Sleppingar 2022

Fréttir

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Athygli er vakin á að vegna sveitarstjórnarkosninga hefur fjallskilanefnd ekki verið formlega skipuð og skal því beina fyrirspurnum til skrifstofu sveitarfélagsins að svo stöddu.
Sveitarstjóri.