Sleppingar á sumarbeitilönd 2010


Sleppa má sauðfé á sameiginleg sumarbeitilönd frá og með 15. júní n.k og stórgripum frá og með 1. júlí.

Landeigendur eru minntir á að lagfæra girðingar sem aðskilja sumarbeitilöndin frá þeirra heimalöndum áður en að sleppingum kemur.

Þeir sem ekki hafa staðið sig að undanförnu eru sérstaklega áminntir um þetta.