staðfugl – farfugl víðavangssýning í Eyjafjarðarsveit 2008

Sýningin "staðfugl - farfugl verður opnuð við Hrafnagilsskóla 31. maí 2008,  kl. 14:00  

Sýningin er myndlistar- og gjörningaviðburður. Hún eflir þekkingu fólks á sögu og sérkennum svæðisins enda verður hún staðsett á völdum stöðum úti á víðavangi víðsvegar um Eyjafjarðarsveit.

Sýningin mun standa frá maílokum til septemberloka 2008. Aðdragandinn að sýninguna eru hugleiðingar um breytingar meðfram þjóðveginum þegar það fer að vora. Fuglar birtast frá fjarlægum löndum eftir langa vetrardvöl. Bílar þeysa yfir malbikið til þess eins að því stundum virðist til að bæta upp tímann sem tapast hefur í vetrarfærðinni. Mest ber á tengslum milli farþega og náttúrunnar þegar vorfugl skýst yfir veginn og rétt sleppur undan bílnum  eða ekki.

Viðfangsefni sem tengjast þessu þema geta vera mörg. Til dæmis: Hvað er farfugl? Er það ferðalangi, erlent vinnuafl eða innflytjandi? Er staðfugl heimamaður? Hvað er heimalandið, útlöndum, landmæri og hvar eru þau? Hvernig tengjumst við náttúrunni? Ertu mörgæs, svanur, næturgali eða bara furðufugl?  
Það eru engin fyrirmæli um stærð eða gerð verkanna önnur en fuglaþemað.  

•    Um það bil 40 verk eftir 30 listamenn verða sett upp viðsvegar um Eyjafjarðarsveit.

•    Hrafnagilsskóli og leikskólarnir Iðavellir á Akureyri og Krummakot í Eyjafjarðrsveit taka þátt og leggja fram verk.

•    Verkin verða til sýnis meðfram Eyjafjarðarbraut vestri og eystra og alveg inn að Möðrufelli. Sýningarstaðir verða valdir af stjórn sýningarinnar í samráði við sýnendur. Um er að ræða sögu, fagurfræðilega eða landfræðilega staði allt eftir viðfangsefnum og óskum sýnenda. Tekið verður mið af öryggisþáttum við val staðana svo engin hætta ætti að skapist við þjóðvegin þegar gestir ægja til að skoða verkin betur.  

•    Flest verkanna verða til sýnis frá opnun sýningarinnar þann 31. maí til 15. september. Verk nokkurra erlendra listamanna verða ekki á opnun sýningarinnar en týnast inn eftir því sem líða tekur á sumarið eins og farfuglarnir koma ekki allir á sama tíma. Þeim er samt ætluð fyrirfram ákveðin svæði eins og hreiður sem bíða ákveðinna fugla.

•    Við sveitarmörk verða sett upp skilti með kortum sem vekja athygli á sýningunni og sýna alla sýningarstaði úr lofti. Öll sýningarsvæði verða merkt með merki sýningarinnar og upplýsingum um sýnendur. Hægt verður að nálgast sýningarskrár við sveitarmörkin og á nokkrum völdum áningarstöðum í Eyjafjarðarsveit.

•    Regluleg eftirlit verður með sýninguna í umsjón sýningarstjórn.

•    Leitað verður eftir tengingar við aðra viðburði á Eyjafjarðarsvæðinu s.s. Handverkshátiðin á Hrafnagili, Listasumar á Akureyri, Fiskidagurinn mikli á Dalvík o.fl.

•    Við opnun sýningarinnar sýnir listamaðurinn Anna Richards furðufuglagjörning og einnig verða í boði tónlistaratriði sem og hugvekja um sýninguna auk léttra veitinga.

•    Anna Richards mun reglulega vera með furðufuglagjörninga á sýningartímabilinu meðfram þjóðveginum. Einnig er hægt að búast við öðrum óvæntum atburðum í Eyjafjarðarsveit í tengslum við sýninguna staðfugl/farfugl á sumri komanda.

•    Má þar nefna námskeið í listrænni tjáningu og fuglabúningasaumur ef næg þáttaka fæst.

•    Hið rómaða  félag kvæðamanna Gefjun mun standa fyrir flutningi stemma sem tengjast fuglum. 

•    Kristján Ingimarsson og George Hollanders eru að undirbúa “Hrafnagjörning” tjáning, didgeridoo og tónlist.

•    Gunn Morstoel (N) og Helen Molin (S) ætla að bjóða upp á pappírsvinnusmiðju sem tengist fugla, fyrir börn og fullorðna.

•    George Hollanders er að undirbúa flugdreka námskeið, afraksturinn verður væntanlega til sýnis á Melgerðismelum

•    Fleiri gjörningar, tónlistarfluttningar og námskeiðum (t.d. grímugerð, fuglaskúlptúragerð, fuglahúsanámskeið) eru til skóðunar en það er ótimabært að láta meira upp um þau að svo stöddu...

•    Stefnt er á því að gefa út veglegan sýningar- og ýfirlitsskrá í tengslum við sýninguna. Þar verður gefið innsýn í vinnuferlið á bak sýninguna og listaverkin. Listamennirnir kynnt ítarlegir og listaverkin verða birt í vandaðar litamyndir.