Sumar og sól.

sundlaug_120
Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi á Norðurlandi um helgina. Hægur andvari af suðri, varla skýhnoðri á himni og hitinn uppundir 20 stig. Eyfirðingar fjölmenntu í sundlaugarnar á svæðinu og var þessi mynd tekin í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar í gær þar sem gestirnir sleiktu sólina í gríð og erg.