Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í  lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru  Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandar-hreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulagsstofnun 21. jan. 2014 og birtist auglýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. feb. s. l.

Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2014 birtist almenn stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun, landbúnaðarland, iðnaðarsvæði, meðhöndlun úrgangs, vatnsverndarmál, verndun strandsvæða Eyjafjarðar, samgöngumál og flutningsleiðir raforku.

Svæðisskipulagið er um leið stjórntæki  eða verkfæri til að beita við ákvarðanir um landnotkun og auðlindanýtingu í Eyjafirði. Hlutverk svæðisskipulagsnefndarinnar verður svo m. a. það að fylgjast með að sú stefna endurspeglist í aðalskipulagsgerð sveitarfélaganna.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024 ásamt fylgigögnum er að finna hér.

Lesa má nánar um undirbúning og vinnu nýs svæðisskipulags hér.