Svavar Örn Hreiðarsson íþróttamaður UMSE 2017

Fimmtudaginn 18. janúar var kjöri Íþróttamanns UMSE lýst á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi. Svavar Örn er knapi úr Hestamannafélaginu Hring. Hann var jafnframt útnefndur hestamaður UMSE 2017 og er einnig íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings.

Svavar Örn íþróttamaður UMSE 2017
„Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið og var markmið hans að komast á HM í Hollandi með Heklu frá Akureyri. Þangað náði hann þó leiðin hafi hvorki verið bein né greið. Veltan sem Svavar og Hekla tóku saman er heimsfræg og flestir töldu að þar með væri draumurinn búinn en svo var aldeilis ekki. Með eljusemi og slatta af keppnisskapi uppskar hann það sem stefnt var að.
Svavar keppti á Íslandsmótinu í 100 metra skeiði á Heklu og urðu þau þar í öðru sæti og á úrtökumóti fyrir HM urðu þau sigurvegarar. Þessi árangur ásamt góðum árangri á öðrum mótum varð til þess að Svavar komst í landsliðið með Heklu og fóru þau á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi í ágúst og kepptu þar í skeiði. Þar enduðu þau í 3. sæti í 100 metra skeiði og 10. sæti í 250 metra skeiði“.

Í kjöri til íþróttamanns UMSE 2017 voru:

 • Sundmaður UMSE 2017, Amalía Nanna Júlíusdóttir, Sundfélaginu Rán.
 • Golfmaður UMSE 2017, Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri.
 • Skíðamaður UMSE 2017, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélagi Dalvíkur.
 • Frjálsíþróttamaður UMSE 2017, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.
 • Badmintonmaður UMSE 2017, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.
 • Frisbígolfmaður UMSE 2017, Ólafur Ingi Sigurðsson, Umf. Samherjum.
 • Hestamaður UMSE 2017, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélaginu Hring.
 • Borðtennismaður UMSE 2017, Sævar Gylfason, Umf. Æskunni.
 • Arnór Snær Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri, tilnefndur af stjórn fyrir góðan árangur í golfi.
 • Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdælum, tilnefndur af stjórn fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.

Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til hestamannafélagsins Hrings fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Hjá Hring er mikið og öflugt barna- og unglingastarf þar sem gleði, bros og hlátur einkenna hópinn. Til þess að gefa öllum börnum og unglingum færi á að stunda hestamennsku þá lækkaði stjórn Hrings námskeiðsgjöld all verulega fyrir þátttakendur og Tina reiðkennari hefur útvegað hesta fyrir þá sem hafa ekki aðgang að reiðhesti. Styrkurinn er veittur af Bústólpa ehf. sem er aðal styrktaraðili UMSE og sér stjórn UMSE um úthlutun styrksins.

Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr á sviði íþróttanna á árinu 2017. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2017:

 • Brynjólfur Máni Sveinsson Íslandsmeistari í stórsvigi 12 ára.
 • Daníle Rosazza Íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi 13 ára. 
 • Daði Hrannar Jónsson Íslandsmeistari í svigi 14 ára.
 • Guðni Berg Einarsson Íslandsmeistari í samhliðasvigi 14 ára.
 • Helgi Halldórsson Íslandsmeistari í svigi og alpatvíkeppni 14 ára.
 • Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi 14 ára.
 • Skíðalið Dalvíkur varð bikarmeistari í liðakeppni drengja. 
 • Hildur Marín Gísladóttir Íslandsmeistari í badminton í tvíliðaleik Táta U13. Valin í landsliðsæfingabúðir U15 í badmintoni, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í borðtennis 13 ára og yngri. Valin í unglingalandslið í borðtennis.
 • Úlfur Hugi Sigmundsson, valinn í U15 landslið í badminton og borðtennis. Íslandsmeistari í tvíliðaleik 13 ára og yngri.
 • Heiðmar Örn Sigmarsson Íslandsmeistari barna í frisbígolfi, Íslandsmeistari í tvíliðaleik 13 ára og yngri í badminton. Íslandsmeistari í einliðaleik í borðtennis og valinn í unglingalandslið í borðtennis.
 • Trausti Freyr Sigurðsson valinn í unglingalandslið í borðtennis. 
 • Brimar Jörvi Guðmundsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 17-18 ára og Unglingalandsmótsmeistari í golfi 16-18 ára.
 • Baldur Smári Sævarsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 17-18 ára ásamt Brimari Jörva. 
 • Markús Máni Pétursson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 11-12 ára.
 • Dagur Ýmir Sveinsson Unglingalandsmótsmeistari í strandblaki 11-12 ára.
 • Sveinn Margeir Hauksson Unglingalandsmótsmeistari í 4x100 metra boðhlaupi með liðinu Justice League 16-17 ára.
 • Veigar Heiðarsson Unglingalandsmótsmeistari í golfi 11-13 ára.
 • Sandra Ósk Svavarsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.
 • Rakel Sjöfn Stefánsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.
 • Rósa Dís Stefánsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.
 • Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í körfubolta og knattspyrnu 17-18 ára.

Íþróttamaður UMSE 2017