Takmarkaður aðgangur að skrifstofu

Fréttir

Í ljósi neyðarstigs og samkomubanns sem gildir í landinu hefur verið ákveðið að takmarka aðgang að skrifstofu sveitarfélagsins. Erindi verða afgreidd í síma 463-0600 og tölvupósti esveit@esveit.is, eins og frekast er unnt. Þurfi að skila inn gögnum er hægt að setja þau í póstkassa sem staðsettur er við innganginn. 

Vegna Skipulags- og byggingarfulltrúa er erindum vísað í síma 696-5767 eða tölvupóst vigfus@sbe.is.