Þjóðlendukröfur

Í bréfi sem sveitarstjórn hefur borist frá Óbyggðanefnd dags. 26. nóv. s. l. er frá því greint að fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hafi frest til 31. des. n. k. til að lýsa kröfum í þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (svæði 7 sbr. skilgreiningu nefndarinnar). Bréf Óbyggðarnefndar
Eyjafjarðarsveit er látin tilheyra svæði 7 og svo er um önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hvort og þá hvaða kröfur um þjóðlendur fjármálaráðuneytið gerir á þessu svæði mun þannig skýrast á næstunni.

Þegar og ef kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins koma fram mun Óbyggðanefnd birta tilkynningu í Lögbirtingablaðinu og fjölmiðlum, svo sem lög nr. 58/1998 mæla fyrir um. Í tilkynningunni verður skorað á þá sem telja til eignarréttinda á því svæði sem ríkið gerir kröfu til, að lýsa kröfum sínum fyrir Óbyggðanefndinni innan tiltekins tíma. Tilkynningunni verður þinglýst á fasteignir á svæðinu. Nefndin mun að auki kynna viðkomandi sveitarfélögum og sýslumönnum kröfugerðina.

Undirritaður veitir nánari upplýsingar um efni fyrrnefnds brés og hvert kynni að verða framhald málsins þegar kröfur hafa verið birtar.

Sveitarstjóri.