Tíu þúsund manns heimsóttu hátíðina okkar

Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla var haldin í 15.sinn um síðustu helgi. Nýtt nafn Uppskera og Handverk 2007 með breyttum áherslum féll vel í kramið hjá gestum hátíðarinnar.

img_6567_400

Norskur hópur tók þátt í sýningunni og vakti lukku. Tískusýningar og fyrirlestrar voru vel sóttir viðburðir og fjöldi fólks fylgdist með verksvæði handverksmanna sem var afar fjölbreytt að þessu sinni. Vel yfir 100 sýnendur sýndu og seldu vörur sínar á hátíðinni sem stóð yfir í þrjá daga. Frekari upplýsingar má fá á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is