Undirbúningur Handverks 2008

Undirbúningur að Handverkshátíð 2008 stendur sem hæst. Von er á fjölbreyttu handverksfólki víðs vegar af landinu og einnig mun handverksfólk utan landsteinanna sækja okkur heim.
Enn er hægt að skrá sig á áhugaverð námskeið sem haldin eru í tengslum við hátíðina. Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is