Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Eldriborgarar
Eldriborgarar

Sveitarfélagið í samstarfi við félag eldri borgara kannar nú hverja vantar aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft samband aftur á næstu stigum.

Könnunin varir frá 25. febrúar - 7. mars og er tekið á móti síma milli klukkan 10 og 14 alla virka daga á tímabilinu.