Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar

Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar - tekur gildi laugardaginn 1. september. 

Badminton, þjálfarar Ivan og Ivalu.
Miniton, fyrir 5-8 ára börn er á laugardögum milli 11 og 12.
Börn og unglingar, 15 ára og yngri, æfa á miðvikudögum milli 17 og 18 og laugardögum milli 10 og 11.
Nýir tímar fyrir fullorðna byrjendur og „trimmara“, eru á miðvikudögum milli 20 og 21 og á sunnudögum milli 19 og 20.
Meistaraflokkur æfir á miðvikudögum milli 19 og 20 og á sunnudögum milli 20 og 21.
Á föstudögum er opin viðbótaræfing fyrir báða flokka fullorðinna milli 18 og 19.

Boltatímar.
Í vetur verður boðið upp á blandaðar boltaíþróttir, þ.e. fótbolta og fleira, tvisvar í viku fyrir hvern æfingahóp. Æfingarnar eru aldursskiptar eftir stigunum í skólanum og einnig kynjaskiptar.
Jón Óðinn Waage þjálfar yngsta stig og eru stúlkurnar frá 14 til 15 á mánudögum og 14:30 til 15:30 á föstudögum en drengirnir milli 15 og 16 á mánudögum og 13:30 og 14:30 á föstudögum.
Árni Kristjánsson þjálfar miðstig og æfa drengirnir milli 16 og 17 mánudaga og föstudaga en stúlkurnar milli 17 og 18 sömu daga.
Hans Rúnar Snorrason þjálfar elsta stig og æfa drengirnir milli 16 og 17 þriðjudaga og fimmtudaga en stúlkurnar milli 17 og 18 sömu daga.

Borðtennis, þjálfari yngri hóps er Sigurður A. Hrafnkelsson.
Borðtennis er á þriðjudögum og fimmtudögum og er yngri hópur, miðstig og elsta stig, milli 20 og 21 en fullorðnir milli 21 og 22.

Frjálsar íþróttir, þjálfari Unnar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir eru áætlaðar milli 14 og 16 þriðjudaga og fimmtudaga. Gert er ráð fyrir því að yngri hópur byrji og eldri hópur sé seinni tímann.

Körfubolti.
Körfubolti fyrir 15 ára og eldri er á miðvikudögum milli 21 og 22 og sunnudögum milli 11 og 12. Enginn þjálfari er en Þórir Níelsson og Gunnbjörn Ketilsson hafa umsjón með tímunum.

Sund, þjálfarar eru Ingibjörg Isaksen og Lilja Rögnvaldsdóttir.
Yngsti hópurinn, fyrsti bekkur og leikskólaaldur, svokölluð hornsíli, æfir frá 16:30 - 17:00 mánudaga og fimmtudaga. Hornsílin æfa einungis í um það bil sex vikur nú í haust.
Miðhópurinn, svokallaðir höfrungar, æfa frá 15:00 - 16:00 mánudaga og fimmtudaga.
Elsti hópurinn, svokallaðir flugfiskar, æfa frá 15:00 - 16:30 mánudaga og fimmtudaga og frá 15:30 - 17:00 á miðvikudögum.
Sundæfingar fyrir fullorðna eru nýjung hjá félaginu, en þær eru á laugardögum frá kl. 12:00 til 13:00.

Skák.
Skákkvöld eru þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld. Teflt er í Hrafnagilsskóla og eru allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir. Síðan er stefnt að því að hafa skákkennslu á þessum kvöldum öðru hvoru í vetur og verður það þá auglýst sérstaklega.  

Æfingagjöld eru sem hér segir fyrir tímabilið september – desember.
Börn og unglingar að 16 ára aldri greiða10.000 kr.  Einungis er rukkað eitt gjald fyrir hvert barn þótt æfðar séu fleiri íþróttagreinar. Mest er rukkað fyrir tvö systkini, eða að hámarki 20.000 kr.  

Fullorðnir greiða10.000 kr. á hverja íþróttagrein, nema badminton, kr. 15.000. Hámarksgjald einstaklings er þó 20.000 kr. Hjón eða sambúðarfólk greiða að hámarki 30.000 kr. óháð fjölda greina.

Minnum á heimasíðuna, www.samherjar.is og svo erum við líka á Facebook.