Landb˙na­ar- og atvinnumßlanefnd 7.fundur 24.4.12

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Landb˙na­ar- og atvinnumßlanefnd 7.fundur 24.4.12

7. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 24. apríl 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður, Arna Bryndís Baldvinsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - Átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Fundurinn var haldinn sameiginlega með umhverfisnefnd. Farið var yfir tillögur formanna að verklagi við eyðingu kerfilsins.
Fundarmönnum líst best á að blanda saman lið 2 og 3 í tillögunum, þ.e.a.s. að virkja landeigendur við verkið og að sveitarfélagið leggi til eitur. Ráðinn verði starfsmaður til utanumhalds og óskað verði eftir aukafjárveitingu til að eitra á erfiðustu svæðunum. Þá leggur nefndin til að aðkeypt vinna verði niðurgreidd hlutfallslega eftir útlögðum kostnaði með því fé sem sem eftir verður. Niðurgreiðsla verði að hámarki 50% af útlagða kostnaðnum og háð samþykki umsjónarmanns verksins.
Ákveðið að halda íbúafund til að kynna átakið og virkja íbúa. Þá verði auglýst eftir starfsmanni og óskað eftir 1 Mkr. aukafjárveitingu frá sveitarfélaginu til verksins.
 
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins