Landb˙na­ar- og atvinnumßlanefnd 13.fundur13.05.13

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Landb˙na­ar- og atvinnumßlanefnd 13.fundur13.05.13

13. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 13. maí 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Bjarkey Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon og Atli Hörður Bjarnason.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Ingibjörg Isaksen sat fundinn undir umræðum um fyrstu þrjú mál á dagskrá.

Dagskrá:

1.  1305008 - Heimboð í sveitina
 Heimboð í sveitina gekk vel þrátt fyrir að veður hefði mátt vera betra. Er það samdóma álit nefndarmanna að halda skuli áfram á sama hátt í framtíðinni.
   
2.  1305007 - Ferðaþjónustubæklingur fyrir Eyjafjarðarsveit
 Ákveðið að gefa út nýjan bækling um Eyjafjarðarsveit og innheimta kr. 15.000- fyrir hverja skráningu.
   
3.  1302019 - Merking gönguleiða
 Atvinnnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samþykkt að veita 1.250 þús. kr. styrk til merkingar gönguleiða á Uppsalahnjúk og Bónda gegn sama mótframlagi. Ákveðið að leita ráða hjá Bjarna Guðleifssyni um útfærslur og funda aftur þegar frekari gögn liggja fyrir.
   
4.  1302007 - Eyðing skógarkerfils með vegum - styrkumsókn til Vegagerðarinnar 2013
 Vegagerðin hefur samþykkt 500 þús. kr. styrk til eyðingar skógarkerfils meðfram vegum.
   
5.  0711031 - Kerfill - Átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Farið var yfir tillögu umhverfisnefndar um aðgerðaráætlun vegna eyðingar skógarkerfils og tillagan samþykkt. Ákveðið að halda íbúafund til að ræða um átakið sem fyrst.
   
6.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Tillaga að samþykkt um búfjárhald hefur verið til yfirferðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin samþykkir breytingartillögur ráðuneytisins.
   
7.  1211036 - Atvinnuátakið vinna og virkni
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins