Sveitarstjˇrn 210. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Sveitarstjˇrn 210. fundur

210. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 3. september 2002, kl. 20:00.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar Árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán Árnason.

 

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá:
a) Fundargerð atvinnumálanefndar frá 26. ágúst 2002. Var það samþykkt og verður hún tekin til afgreiðslu undir 9. lið.
b) Erindi frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 22. ágúst 2002. Var það samþykkt og verður það 10. liður dagskrár.

 

 

1. Erindi launanefndar sveitarfélaga um viðbótarlífeyrissparnað dags. 22. ág. 2002
Einar Gíslason lýsti sig vanhæfan til að fjalla um erindið.
Á 203. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að óska eftir afstöðu Launanefndar sveitarfélaga til áskorunar kennara við Hrafnagilsskóla um að sveitarfélagið greiði mótframlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.
Með hliðsjón af svari Launanefndar sveitarfélaga hafnar sveitarstjórn erindinu.

 

2. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 22. ág. 2002, tillaga að breytingum á lögum sambandsins
Lagt fram til kynningar.

 

3. Erindi Sverris Hermannssonar, dags. 30. ág. 2002, vegna safns sem hann hefur áhuga á að afhenda Eyjafjarðarsveit til eignar og varðveislu.
Samþykkt að heimsækja og ræða við bréfritara.

 

4. Erindi Dýrleifar Jónsdóttur dags. 2. sept. 2002, þar sem hún tilkynnir að hún hafi flutt úr sveitarfélaginu og sé þar með ekki kjörgeng í sveitarstjórn og nefndir á hennar vegum.
Valdimar Gunnarsson tekur sæti Dýrleifar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar Dýrleifu farsælt og gott samstarf og óskar henni alls góðs í framtíðinni.

 

5. Heimsókn fjárlaganefndar Alþingis 18. sept. 2002
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra með tillögu að umræðuefni á fundinum.
Samþykkt og sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn og taka saman stutta greinargerð um hvert málefni.

 

6. Fundartími sveitarstjórnar
Samþykkt að fundartími sveitarstjórnar verði þar til annað er ákveðið annan hvern þriðjudag kl. 19:30

 

7. Fundagerðir umhverfisnefndar, 46., 47. og 48. fundur, 20. nóv. 2001, 12. júlí og 20. ágúst 2002
48. fundur, 4. liður, sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að hanna nýtt merki og óskar jafnframt eftir því að nefndin endurskoði þær reglur sem gilda um verðlaunaveitinguna.
Annað í fundagerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

 

8. Fundargerð byggingarnefndar, 2. fundur 20. ág. 2002
4. liður, Mælifell ehf sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 13 á jörðinni Eyrarlandi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, Depill ehf sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 30 í landi Leifsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
6. liður, Depill ehf óskar eftir samþykki byggingarnefndar á breyttum teikningum af áður samþykktum einbýlishúsum á lóðum nr. 2 og 3 við Brúnahlíð.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, Bylgja R. Aradóttir sækir um leyfi fyrir aðstöðuhúsi á lóð nr. 10 á jörðinni Leifsstöðum.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
8. liður, Ísleifur Ingimarsson, Álfabrekku, sækir um leyfi til að geyma frístundahús á lóð sinni að Álfabrekku.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

 

9. Fundagerðir atvinnumálanefndar, 1. og 2. fundur, 9. júlí og 26. ágúst 2002
Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir atvinnumálanefndar um erindi frá Landbúnaðarráðuneyti um setningu búfjáreftirlitsvæða og framkvæmd búfjáreftirlits. Vísað er til afgreiðslu á 10. lið dagskrár.
Fundagerðirnar eru samþykktar.

 

10. Erindi frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 22. ágúst 2002

Óskað er eftir umsögn um reglugerð um búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits.
Sveitarstjórn átelur hversu skammur tími er veittur til að koma á framfæri athugasemdum eða breytingum við reglugerðina. Þá telur sveitarstjórn nauðsynlegt að reglugerðin fái umfjöllun hjá Héraðsnefnd, samstarfsvettvangi sveitarfélaga á svæðinu. Atvinnumálanefnd hefur þegar fjallað um erindið og gert við það athugasemdir sem sveitarstjórn samþykkir.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í ljósi þessa.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:05


SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins