Sveitarstjˇrn 197. fundur

Ůa­ er rekinn ÷flugur landb˙na­ur Ý Eyjafjar­arsveit og me­al annars er a­ finna Ý sveitarfÚlaginu eitt stŠrsta mjˇlkurframlei­slub˙ landsins. NßlŠg­in

Sveitarstjˇrn 197. fundur

197. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 22. janúar 2002, kl. 16:30.

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Hreiðar Hreiðarsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán Árnason.1. Samþykktir fyrir Eignasjóð Eyjafjarðarsveitar, þjónustudeild Eignasjóðs og starfslýsingar
Fyrirliggjandi samþykktir fyrir Eignasjóð, þjónustudeild og starfslýsingar voru samþykktar samhljóða.

 

2. Samþykkt fyrir stjórn og rekstur félagsheimila Eyjafjarðarsveitar
Samþykktin er samþykkt samhljóða.

 

3. Samþykkt um losun og hreinsun rotþróa í Eyjafjarðarsveit
Samþykktin er samþykkt samhljóða.

 

4. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og fyrir hreinsun og losun rotþróa í Eyjafjarðarsveit
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

 

5. Fundargerð fjallskilanefndar 17. fundur, 3. október 2001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar 41. fundur, 10. nóvember 2001
Lögð fram til kynningar.

 

7. Fundargerð byggingarnefndar 135. fundur, 14. desember 2001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

8. Fundargerð sameiginlegs fundar byggingarnefnda Eyjafjarðar 14. desember 2001
Lögð fram til kynningar.

 

9. Fundargerð skólanefndar 115. fundur, 7. janúar 2002
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að greiða mismun á vistunargjaldi fyrir börn yngri en 2ja ára hjá dagmóður og gjaldskrá leikskólans Krummakots.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

10. Fundargerð menningarmálanefndar 78. fundur, 10. janúar 2002
Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að hún skoði hvort ekki sé mögulegt að halda fyrirhugaða skemmtun í Laugarborg í stað íþróttahúss. Jafnframt er sveitarstjórn reiðubúin að greiða húsaleigu fyrir skemmtunina þar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

11. Erindi frá Kristjáni Hannessyni dags. 2. janúar 2002, varðandi skipulag í landi Kaupangs
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

 

12. Erindi frá Freyvangsleikhúsinu dags. 7. janúar 2002, beiðni um styrk til að kaupa ljósaborð Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram kr. 500.000.- til kaupa á ljósaborði á afmælisári leikfélagsins. Fjárveitingunni verður mætt með lækkun á eigin fé.

 

13. Erindi frá Rósant Grétarssyni dags. 10. janúar 2002, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að einbýlishús á eignarlóð í landi Kálfagerðis nefnist Kálfagerði II
Samþykkt.

 

14. Erindi frá Sveini Bjarnasyni dags. 15. janúar 2002, varðandi skipulag í landi Brúarlands
a lið, vísað til skipulagsnefndar.
b og c lið, vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

 

15. Erindi frá foreldrafélagi leikskólans Krummakots dags. 15. janúar 2002, beiðni um styrk
Sveitarstjórn samþykkir kr. 36.000.- og verði það greitt af fjárveitingu leikskólans.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins