Atvinnumálanefnd

19. fundur 07. desember 2006 kl. 00:50 - 00:50 Eldri-fundur

19. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 20.00.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. Refa- og minkaveiðar
2. Fjallskilamál 2004
3. Atvinnumál, ný tækifæri
4. önnur mál

 

1. Refa- og minkaveiðar
Vegna lækkunar á fjárveitingu til Umhverfisstofnunar til útrýmingar ref og mink stefnir allt í að stofnunin lækki endurgreiðsluhlutfall vegna veiddra dýra. Gert er ráð fyrir að hlutfallið fari úr 50% niður í 30%. Mismunurinn leggst á sveitarfélagið sem gerir ráð fyrir 1.066.498.- krónum í sinni fjárhagsáætlun vegna starfans, svipað því sem verið hefur fyrri ár. Endurgreiðslan er háð því að til sé skráning yfir greni í sveitarfélaginu sem er til staðar hér. Nokkur umræða var um á hvern hátt væri best að greiða fyrir veiðina en nefndarfólk vill alls ekki draga úr þessum veiðum. Bjarna var falið að skoða á hvern hátt sé best að greiða fyrir refa- og minkaveiðar í ljósi umræðna á fundinum og meta út frá því hvaða kostur þyki hentugastur í stöðunni.

2. Fjallskilamál 2004
ákveðið hefur verið hvaða svæði verða tekin fyrir er varða eftirlit fjallsgirðinga. Búið er að auglýsa í dreifibréfi sveitarfélagsins og minna landeigendur á að hafa girðingar sínar í lagi og minnt á eftirlit er þær varðar. Sent verður bréf til viðkomandi landeigenda þar sem úrbóta þykir þörf.
þyki ástæða til að flýta sleppingu miðað við áður útgefnar dagsetningar verður það auglýst þegar þar að kemur. það yrði þá að fengnu áliti gróðurverndarnefndar.
Bjarni fer að leggjast í útreikninga er varða fjallskil en hann hefur ekki enn fengið forðagæsluskýrslurnar í hendurnar.
Rætt var um að auglýsa undanþágu frá fjallskilum og senda með eyðublað til útfyllingar er það varðar. þá var rætt um að koma auglýsingu á framfæri fyrir fjáreigendur um að ná fé í afrétt fyrr en áætlaðar göngur eru settar. það yrði þá að gerast í samráði við fjallskilastjóra. Bjarna var falið að sjá um auglýsingarnar.

3. Atvinnumál, ný tækifæri
Mögulegt er að fá afnot af allt að 500 kw úr Djúpadalsvirkjun. Ef það yrði nýtt nálægt virkjun gæti verðið orðið hagstætt, sérstaklega ef notkunin er jöfn yfir allan sólarhringinn. í Samkomugerði eru lausar byggingar og land sem eigandi er tilbúinn til umræðna um. Allt er þetta óformlegt en um er að ræða atvinnutækifæri sem vert er að hafa augun opin fyrir.

 

4. önnur mál
Ekki lágu nein önnur mál fyrir fundinum. Næsti fundur verður hugarflugsfundur með fulltrúa frá Atvinnuþróunarfélaginu og er fyrirhugaður 10. júní n.k.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.30. SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?