Atvinnumálanefnd

33. fundur 10. desember 2006 kl. 20:27 - 20:27 Eldri-fundur

33. fundur atvinnumálanefndar, opinn fundur um fjallskilamál, haldinn í Sólgarði fimmtudaginn 3. nóvember 2005 kl. 20:30.

Mætt: Frá atvinnumálanefnd Birgir Arason, Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir þá var mættur Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.
á fundinn mættu að auki hátt í 20 manns víða að úr sveitarfélaginu.


Formaður nefndarinnar setti fundinn og kynnti störf nefndarinnar í sambandi við fjallskil o.fl. og sagði fundinn m.a. til þess að auka umræðu um skipulag og nýjungar í tengslum við fjallskil og göngur.


áður en umræður hófust fluttu Sigríður í Hólsgerði og Birgir í Gullbrekku stutta framsögu um stöðu og nýjungar.


Sigríður kynnti þá tilraun sem gerð hefur verið á göngum á fremstu bæjum í sambandi við fjallskil síðastliðin tvö haust. Göngur hafa ekki verið með hefðbundnum hætti, heldur hafa sauðfjáreigendur sjálfir skipulagt göngurnar og getað þannig nýtt betur þann mannskap sem er til staðar.
Reynslan sýnir að það eru meiri möguleikar á að bregðast við að færra fólk er nú tilbúið að fara í göngur. þá hjálpar aukinn sveigjanleiki gangnafyrirkomulagsins, líka í sambandi við fækkun sauðfjáreigenda. þessu fylgir líka meiri ábyrgðar sauðfjáreigendanna sjálfra í sambandi við fjallskilin og ennfremur hefur þetta breytta fyrirkomulag, ef eitthvað er, skilað betri fjallskilum.

Birgir fjallaði fyrst um ábyrgð yfirvalda um að framfylgja fjallskilum í samræmi við lög og reglur. þá benti hann á að breyttir búskaparhættir, færra fé, færri fjáreigendur og færra fólk, gera það að verkum að illmögulegt er að framfylgja núverandi lögum og reglugerð ef vel á að vera.
Samvinna og ábyrgð fjáreigenda á hverju gangnasvæði, um það með hvaða hætti göngur og réttir fara fram, hljóti að vera lausnin til lengri framtíðar.


þá hófust almennar umræður. Voru fundarmenn jákvæðir fyrir breytingum og að sennilega væru menn á margan hátt ef til vill of niðurnjörfaðir í það fyrirkomulag sem er og hefði verið. ýmsu mætti breyta, en gæta þyrfti þess að samvinna væri á milli gangnasvæða og gangnaforingja. þá varð nokkur umræða um fyrirkomulag þegar þarf að ná í fé sem ekki hefur komið til réttar í göngum. Nauðsynlegt er að minna á þær reglur sem um það gilda þegar göngur eru auglýstar að hausti.

Fram kom að gott væri ef hægt væri að ganga á sama tíma og þeir í Fnjóskadal og að reyna að koma á fundi fyrir svæðið frá Fiskilæk að þverá.

ábendingar voru settar fram um að nauðsynlegt væri að leggja slóð fram Garðsárdal, byggja upp nýja rétt að Vatnsenda í stað þormóðsstaðaréttar og að fjarlægja ónýtar girðingar. þá var einnig bent á að ástand fjallgirðinga væri víða mjög slæmt.

Andstaða kom frá nokkrum fundarmanna varðandi takmörkun á því að hafa hross í afrétt eftir hrossasmölun, en bent var á að meiri og stífari reglur þurfi að setja þegar einstaka hrossaeigendur eða umsjónarmenn þeirra gæti þess ekki að hross þeirra valdi öðrum óþægindum og jafnvel skaða.

þá var komið inná eyðinga refa og minka, og spurt hver stefna sveitarfélagsins er í þeim málaflokki, t.d. hvort það ætti að auglýsa eftir mönnum til veiða að vetrarlagi?



Fundi slitið kl. 22:30
Fundargerð ritaði Páll Snorrason

Getum við bætt efni síðunnar?