Byggingarnefnd

31. fundur 11. desember 2006 kl. 22:30 - 22:30 Eldri-fundur

árið 2004, þriðjudaginn 19. október 2004, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 31. fundar að óseyri 2, Akureyri. 
Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.


Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1. Greifinn Eignarhaldsfélag ehf, Glerárgötu 20, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja nýja baðaðstöðu og geymsluhús úr timbri við frístundahús þeirra á lóðinni nr. B-19 í Höfðabyggð á lögbýlinu Lundi, þingeyjarsveit.   Einnig er sótt um að setja niður setlaug.  Teikningar eru frá Opus, teikni-& verkfræðistofu , Akureyri, dags. 25.09.04, verk nr. 010307.
Setlaug skal vera af viðurkenndri gerð og uppfylla öryggisreglur sem gilda um setlaugar.
Byggingarnefnd bendir á athugasemdir eldvarnareftirlits um merkingu björgunaropa á teikningu eldra húss og að æskilegt væri að staðsetning og stærð björgunaropa úr svefnherbergjum verði útfærð samkvæmt núgildandi reglugerð.
Erindi samþykkt.


2. Helguhóll ehf, Nesi, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja tengibyggingu og vélageymslu úr timbri og steinsteypu, á milli núverandi fjós og íbúðarhúss, á lögbýlinu Nesi, Grýtubakkahrepp, samkvæmt teikningum frá Arkitektastofunni Form, Akureyri, dags. 15.10.04.
Byggingarnefnd frestar erindinu, þar sem ekki liggur fyrir afgreiðsla sveitarstjórnar. Einnig vantar umsagnir annarra eftirlitsaðila.


3. Tekið fyrir að nýju erindi nr. 2 frá 29. fundi byggingarnefndar, þar sem Jónas Halldórsson, Sveinbjarnargerði III, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að reisa viðbyggingu og bílskúr úr timbri við íbúðarhúsið að Sveinbjarnargerði III, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags. 08.10.2003, verk nr. 03-210.
Erindi samþykkt.


4. Björn Steinar Sólbergsson þórunnarstræti 101, Akureyri, sækir um leyfi byggingarnefndar til að byggja einbýlishús úr timbri á tveimur hæðum á lóð nr. 2 á jörðinni Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningu frá Jóni Guðmundssyni arkitekt, dags. 20.09.04, verk nr. 279.
Byggingarnefnd frestar erindinu, þar sem þakform hússins er ekki í samræmi við skipulagsskilmála lóðarinnar og innra skipulag er ekki í samræmi við byggingarreglugerð.  Einnig vill byggingarnefnd benda á að staðsetning aðalinngangs í húsið geti verið óheppileg með tilliti til snjóalaga.


5. Tekið fyrir að nýju erindi nr. 10 frá 28. fundi byggingarnefndar, þar sem Guðrún H. Bjarnadóttir og Edward Kiernan sækja um byggingarleyfi fyrir 2. hæða íbúðarhúsi úr timbri, ásamt bílgeymslu með samtengdu tómstundarherbergi, á lóðinni nr. B-4 í landi Hólshúsa Eyjafjarðarsveit.   Meðfylgjandi teikningar eru eftir Stefán Ingólfsson arkitekt, dags. 03.10.04, verk nr. 258.
Byggingarnefnd frestar erindinu.  Farið er fram á að 2. hæð yfir bílgeymslu verði teiknuð og notkun skilgreind, einnig að teikningar verði lagfærðar samkvæmt athugasemdum frá eldvarnareftirliti.  Einnig vill nefndin benda á að óheppilegt er að hafa þvottahús og búr staðsett í stakstæðri bifreiðageymslu.
Byggingarnefnd bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skal allt byggingarefni og byggingarhlutar bera vottun frá viðurkenndum aðila.

 

6. Tvö erindi frá Eiríki Sigfússyni, Sílastöðum, Hörgárbyggð, sem sækir um að byggja tvö eins frístundahús úr timbri, á lóðum nr. 11 og 12 í frístundahúsabyggðinni við Fögruvík, Hörgárbyggð, skv. teikningum frá árna Gunnari Kristjánssyni, dags. 22.sept.2004, verk nr. á04-110.
Byggingarnefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti, en byggingarleyfi verður ekki gefið út fyrr en að aflokkinni grendarkynningu sem stendur yfir.
Byggingarnefnd bendir á að skv. 120 og 121 gr. byggingarreglugerðar skal allt byggingarefni og byggingarhlutar bera vottun frá viðurkenndum aðila.


7. Jónína Sigurbjörg þorbjarnardóttir, Hvammi, 630 Hrísey, sækir um að reisa 9,9m2 geymsluskúr við hús sitt, Hvammur, Hrísey.  Erindinu fylgir riss af skúr og staðsetning á lóð.
Erindið samþykkt.


8. Lagt fram til kynningar bréf frá Altækni s/f, dagsett 24. september 2004, þar sem óskað er eftir að byggingarnefnd endurskoði ákvörðun sína um að krefjast RB vottunar á innflutt bjálkahús.
Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu efnislega, í samráði við formann nefndarinnar.


9. Lagt fram til kynningar bréf frá Teigi ehf / úti og Inni, dagsett 01.10.2004, þar sem óskað er eftir skriflegum rökstuðningi frá byggingarnefnd, vegna ákvörðun nefndarinnar um að krefjast RB vottunar á öll innflutt sumarhús.
Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu efnislega, í samráði við formann nefndarinnar.


10. Vegna mikillar umfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar að krefjast Rb vottunar á innflutt hús, vill nefndin árétta að bókunin á við allar gerðir húsbygginga, ekki einungis sumarhús eins og misritaðist í bókun nr. 8 á fundi nr. 30. 
Umrædd bókun á að hljóða þannig;

"Vegna vaxandi innflutnings húseininga og húshluta, sem mörg hver virðast tæplega uppfylla íslenska staðla og kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga hér á landi, samþykkir byggingarnefnd að eftirleiðis verði það sett sem skilyrði fyrir afgreiðslu í nefndinni, að fyrir liggi vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins."



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Hreiðar Hreiðarsson 
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson 
Bragi Pálsson
þröstur Sigurðsson 
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?