Byggingarnefnd

34. fundur 11. desember 2006 kl. 22:32 - 22:32 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 15. mars, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 34. fundar að óseyri 2, Akureyri. 
Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Stefán Hlynur Björgvinsson og Kristín Laufey Ingólfsdóttir, Glerárholti Akureyri óska eftir umsögn byggingarnefndar á tillöguteikningum frá Opus af íbúðarhúsi á lóð nr. 10 í Vaðlabyggð. Hugmyndin er að byggja norskt timburhús með steyptri neðri hæð og bílgeymsla og aðalinngangur verði austan við húsið.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar tillöguteikningar, verði breytingar á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu samþykktar.
Byggingarnefnd bendir á að samkv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


2. Jón Bergur Arason, þverá Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi fyrir útigeymslu og setlaug við sumarhús nr. 5 á skipulögðu frístundahússvæði á jörðinni þverá I. Meðfylgjandi teikningar eru frá AVH teiknistofu dags. 23.02.2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið. Setlaug skal vera af viðurkenndri gerð og uppfylla öryggisreglur sem gilda um setlaugar.


3. Jón Bergur Arason, þverá Eyjafjrðarsveit sækir leyfi fyrir sumarhúsi, ásamt útigeymslu og setlaug á lóð nr. 7 á skipulögðu frístundahúsasvæði á jörðinni þverá I samkvæmt teikningum frá AVH teiknistofu dags. 20.01.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið. Setlaug skal vera af viðurkenndri gerð og uppfylla öryggisreglur sem gilda um setlaugar.


4. Baldur Kristjánsson, öngulsstöðum 4 Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi fyrir bílgeymslu við íbúðarhúsið að öngulsstöðum 4 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags. 28.10.2004 verk nr. 041006. Fram kemur í byggingarlýsingu að byggja á bílgeymsluna úr einingum frá Noregi.
Byggingarnefnd bendir á að samkv. 120 og 121 gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.
Erindið samþykkt.


5. Kristján þorvaldsson, Melateigi 3 Akureyri sækir um leyfi fyrir stækkun á kjallara undir sumarhúsi sem samþykkt var 15. júní 2004. á jörðinni Sámstöðum Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi teikningar eru frá Opus teikni-& verkfræðistofu, verk nr. 030104.
Erindið samþykkt.


6. Erindi frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Egilsdóttir, Holtseli sem frestað var á fundi 15.02 sl. um breytingar á fjósi og fjóshlöðu samkvæmt teikningum frá Byggingarþjónustu Bæmdasamtaka íslands verk nr. 0853-10. Borist hafa nýjar teikningar og samþykkir byggingarnefnd þær.


7. Erindi frá Guðrúnu H. Bjarnadóttur og Edward Kiernan, sem byggingarnefnd fjallaði um á fundum 21. júlí og 19. okt. 2004 um byggingu á íbúðarhúsi o.fl. úr finnskum einingum á lóð nr. B-4 á skipulögðu svæði á jörðinni Hólshúsum Eyjafjarðarsveit. Teikningar eru eftir Stefán Ingólfsson arkitekt dags.17.10.2004.
Byggingarnefnd bendir á að samkv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.
Erindið samþykkt.


8. Tekið fyrir að nýju erindi frá Kristínu Sigurveigu Hermannsdóttur, Merkigili Eyjafjarðarsveit sem lagt var fram til kynningar 15. febr. sl. um breytingar á fjósi og hlöðu á Merkigili.
Nú liggja fyrir fullnaðarteikningar eftir ívar Ragnarsson á H.S.á teiknistofu, dags. 22.02.2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


9. Sindri B. Hreiðarsson, Smáralundi Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi fyrir byggingu á einbýlishúsi með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 3 við Skógartröð Reykárhverfi. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus teikni- & verkfræðistofu dags.16.02.2005 verk nr.050201.
Samþykk.


10. Jóhann Pétur Olsen, þórunnarstræti 112 Akureyri sækir um leyfi fyrir byggingu á einbílishúsi með innbyggðum bílskúr á lóð í landi Einarsstaða Hörgárbyggð samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags.10.02.2005 verk nr. 041203.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en vill þó benda húsbyggjanda á að heppilegra væri að hafa umgangshurðir á austurhlið með tilliti til mjög stífra suðvestanátta sem geta verið á þessu svæði.


11. Tekið fyrir erindi sem frestað var á fundi 15.02. sl frá Húsasmiðjunni, Lónsbakka um breytingar á verslunarhúsnæði fyritækisins á Lónsbakka. Teikningar eru frá AVH teiknistofu dags. 20.des. 2004.
Nú liggja fyrir nýjar teikningar og umsagnir frá eldvarnareftirliti og vinnueftirliti.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12. Formaður byggingarnefndar og byggingarfulltrúi fóru yfir mál er varða íbúðarhús nr. 2, 3, 4, og 5 við Brúnahlíð, Eyjafjarðarsveit. En skriflegar kvartanir frá húseigendum hafa borist til byggingarfulltrúa um ýmiss atriði sem ekki eru í lagi að mati húseigenda. þar vegur þyngst að gluggar og hurðir hafa reynst óþétt.

Farin var skoðunarferð að Brúnahlíð 23. febrúar. þar mættu auk formanns byggingarnefndar og byggingarfulltrúa, Haukur Haraldsson f.h. AVH teiknistofu, sem sá um hönnun, Birkir Björnsson byggingarstjóri og húsasmíðameistari að húsunum, þórarinn ágústsson f.h. Deþils ehf, sem var framkvæmdaraðili. Auk þess voru húseigendur á staðnum og við skoðun á húsi nr. 5 var Sigurjón Jónsson húsasmíðameistari frá Akureyri viðstaddur að ósk húseiganda.

í framhaldi af skoðunarferðinni var ákveðið að formaður og byggingarfulltrúi funduðu með hönnuði Hauki Haraldssyni og var það gert á skrifstofu byggingarfulltrúa 9. mars sl. þar var ákveðið að hönnuður tæki saman skýrslu um málið og gerði tillögur að úrbótum m.a. að vottun bærist frá RB yfir glugga og hurðir sem notað var í húsin. Tekið skal fram að byggingarfulltrúi hefur ítrekað farið fram á við framkvæmdaraðila að fá vottun frá RB á glugga og hurðir, en hann ekki enn orðið við því.


13. Formaður byggingarnefndar og byggingarfulltrúi skýrðu frá því að verið er að reisa frístundahús á lóðum nr. 11 og 12 við Fögruvík, í landi Pétursborgar, Hörgárbyggð.
þriðjudaginn 1. mars fóru þeir á staðinn og voru þá 4 Eistar að vinna við uppsettningu á húsunum. Eigandi húsanna og söluaðili þeirra voru einnig á staðnum. Byggingarstjórinn sem steypti undirstöður fyrir húsin hafði ekki vitneskju um að framkvæmdir væru í gangi, þegar byggingarfulltrúi hafði samband við hann. Hann mætti á staðinn og sagði sig af verkinu.
Húsin eru byggð úr einingum sem framleiddar eru í Eistlandi og kemur fram á teikningum að ef einingar eru notaðar skulu þær vera vottaðar.
Formaður byggingarnefndar og byggingarfulltrúi töldu að varla væri hægt að stöðva framkvæmdir á því stigi sem þær voru vegna hugsanlegs skaða á þeim einingum sem búið var að reisa.
Gerðu þeir húsbyggjanda og þeim aðila sem seldi honum húsin alveg ljóst að vottun yrði að fara fram.
Nýr byggingarstjóri var fenginn að verkinu og hafa framkvæmdir verið í gangi síðan. Byggingrfulltrúi fór 11. mars að ósk byggingarstjóra og skoðaði burðarvirki í öðru húsinu, kom þá í ljós að mikið vantaði uppá að unnið væri eftir fyrirliggjandi teikningum.
Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir með formlegum hætti og gildir sú ákvörðun þar til vottun á húsunum liggur fyrir.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.

Hreiðar Hreiðarsson 
Haukur Steindórsson
Kristján Kjartansson 
Bragi Pálsson
Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?