Framkvæmdaráð

96. fundur 16. júní 2020 kl. 08:30 - 10:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða framkvæmda 2020 - 2006015
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda ársins 2020.
Forstöðumaður eignasjóðs fer yfir stöðu framkvæmda ársins sem standa nokkuð vel. Töluvert viðhald hefur átt sér stað í íþróttamiðstöðinni á lokunartíma Covid19. Stefnt er á að framkvæmdir við fráveitu fari af stað núna í sumar og er stöðin sjálf væntanleg til landsins í byrjun júlí.
Samþykkt

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu hönnunar og nýjustu drög arkitekta.
Framkvæmdaráð skoðar nýjustu tillögur arkitekta og ákveðið er að halda opinn kynningarfund fyrir íbúa sveitarfélagsins miðvikudaginn 24.júní klukkan 16:00. Arkitektar verða þá á staðnum til að kynna tillögurnar.
Samþykkt

3. Lán og lánakjör sveitarfélagsins 2020 - 2006018
Framkvæmdaráð skoðar yfirlit lána og tekur afstöðu til uppgreiðslu óhagstæðra lána.
Sveitarstjóri fer yfir stöðu lána sveitarfélagsins og er falið að koma með tillögur að endurfjármögnun eða uppgreiðslu þeirra á sveitarstjórnarfund.
Samþykkt

4. Bakkatröð Grundun - 1801031
Framkvæmdaráð skoðar áframhaldandi möguleika í grundunarframkvæmdum í Bakkatröð í framhaldi þess að ný fráveitumannvirki taka við þeim gömlu.
Framkvæmdaráð skoðar næstu skref í grundun á lóðum í Bakkatröð í kjölfar þess að fráveitustöð hefur verið standsett.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

Getum við bætt efni síðunnar?