Framkvæmdaráð

138. fundur 19. september 2023 kl. 08:00 - 10:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Umsjónarmaður eignasjóðs - 2306015
Davíð Ágústsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður eignasjóðs og tekið við starfinu af Elmari Sigurgeirssyni.
Davíð hefur starfað í eignasjóð Eyjafjarðarsveitar frá því árið 2007 þar sem hann hefur meðal annars sinnt viðhaldi eigna á öllum sviðum sveitarfélagsins.
 
2. Hlutverk og stefnumótun eignasjóðs - 2309022
Forstöðumaður eignasjóðs og sveitarstjóri vinna að stefnumótun og skilgreiningu á hlutverki eignasjóðs. Erindi frestað.
 
3. Staða framkvæmda 2023 - 2304023
Farið yfir verkefnisstöðu framkvæmda ársins. Lögð er áhersla á að farmkvæmdir við sparkvöll og körfuboltavöll klárist sem allra fyrst.
 
4. Íbúar Bakkatraðar 2, 4, 6 og 8 - Vegna fyrirhugaðrar fergingar - 2309018
Afgreiðslu erindis frestað.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45
Getum við bætt efni síðunnar?