Framkvæmdaráð

140. fundur 12. október 2023 kl. 10:30 - 12:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Laugarborg íbúð - 2310014
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í íbúð Laugarborgar. Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í fyrirhugaðar framkvæmdir.
 
2. Staða framkvæmda 2023 - 2304023
Skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsstöðu á ýmsum framkvæmdaþáttum. Sveitarstjóra og forstöðumanni eignasjóðs falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefna fyrir næsta fund.
 
3. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - fyrri umræða - 2310012
Sveitarstjóra falið að kalla eftir lista frá forstöðumönnum varðandi mikilvæg verkefni fyrir næsta fund. Erindi frestað.
 
4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.
 
5. Innviðaráðuneytið - Römpum upp Ísland - 2310001
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir möguleika í römpum. Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að óska eftir samstarfi við Römpum upp Ísland vegna aðgengis að íþróttamiðstöð að norðan.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
Getum við bætt efni síðunnar?