Skipulagsnefnd

291. fundur 28. ágúst 2018 kl. 09:14 - 09:14 Eldri-fundur

291. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 27. ágúst 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 var auglýst á tímabilinu 28. maí til 9. júlí 2018 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd fjallar um umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma skipuagstillögunnar í þeirri röð sem á eftir fer. Ómar Ívarsson, skipulagsráðgjafi er viðstaddur fundinn.

15. erindi. Sigurður Sigurðarsson f.h. eigenda Ytri-Varðgjár.
Sigurður Sigurðarson mætti á fund nefdarinnar og gerði grein fyrir afstöðu landeigenda, en vék aftur af fundi áður en nefndin fjallaði um skriflegt erindi hans. Að auki liggur fyrir skriflegt erindi frá Sigurði sem barst á auglýsingartíma tillögunnar. Í skriflegu erindi felast eftirtaldar athugasemdir:
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við að íbúðarbyggð í fjörunni í landi Ytri-Varðgjár (Fjörubyggð) sé fellt út úr skipulagi, og fer fram á að í skipulagi sé heimild til að á svæðinu rísi íbúðarbyggð af sama tagi og þegar hefur risið sunnan svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að á svæði þar sem gert er ráð fyrir Fjörubyggð í gildandi aðalskipulagi verði í endurskoðuðu skipulagi gert ráð fyrir hófstilltri einbýlishúsabyggð sem hefur samskonar yfirbragð og byggð sem þegar er risin er sunnan svæðisins. Þó verði ekki gert ráð fyrir íbúðarbyggð á nyrsta hluta svæðisins, heldur verði skilgreint opið svæði sem nær um 150 m frá þjóðvegi 1 eða að tanga beint niður af íbúðarhúsi á Ytri-Varðgjá. Skipulagsskilmálar skulu m.a. taka mið af eftirtöldu:
Raski á skóglendi verði haldið í algjöru lágmarki.
Frágangur uppfyllingar skal vera með þeim hætti að fjara verði framan hennar.
Íbúðarbyggð á svæðinu skal ekki hindra aðgengi að fjörunni fyrir almenning. Svigrúm skal vera til að leggja almenna stíga meðfram fjöruborði.
Afrennsli af lóðum, vegum og bílastæðum ásamt innkeyrslum að bílgeymslum verði hreinsað eða það tryggt með öðrum hætti að það mengi ekki tjörnina framan byggðarinnar.
Fráveita miðist við tveggja þrepa hreinsun að lágmarki.
Gerðar verði strangar kröfur til hönnunar, útlits og frágangs bygginga með það í huga að hún falli sem best að umhverfi sínu.
Í deiliskipulagi skulu skipulagsskilmálar nákvæmlega útfærðir. Þar er m. a. átt við efnis- og litaval á byggingum, kvaðir o. fl. sem ástæða þykir til að fylgt sé eftir af skipulagsyfirvöldum.
Athugasemd b) Sendandi leggur til að hluti svæðisins verði skilgreindur sem útivistarsvæði (opið svæði).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Vísað er í svar nefndarvinnar við lið a)
Athugasemd c) Sendandi lýsir yfir áhuga á samtali við sveitarstjórn um skilgreiningu vatnsverndarsvæðis, skólphreinsistöð og byggingu íbúðarhúsa á landbúnaðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sendanda var boðið á fund nefndarinnar og rætt var um atriðin sem tilgreind voru. Athugasemdin gefur ekki tilefni til frekari bókunar.

1. erindi. Sendandi Landsnet.
Athugasemd a) Sendandi bendir á að í skipulagstillögu sé gerð krafa um að Kröflulína 1 verði sett í jörðu og að Laxárlína 1 verði rifin á skipulagstímabilinu. Sendandi lýsir vilja til að koma til móts við sveitarfélagið í framtíðarstefnumörkun um flutningskerfi raforku, en bendir á að tæknilegir annmarkar geti verið á því hve mikið sé hægt að leggja í jörðu af 132 kV flutningslínum og jafnvel líka á lægri spennustigum. Sendandi segist ekki geta ábyrgst að hægt sé að vinna að breytingum á flutningskerfi raforku í samræmi við skipulagstillögu hvað fyrrgreindar línur varðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd ítrekar að stefna sveitarfélagsins sé að Laxárlína 1 verði rifin og Kröflulína 1 verði lögð í jörð á skipulagstímabilinu.
Athugasemd b)Sendandi bendir á að „Uppbyggingarhraði og tímaröð framkvæmdanna geta haft áhrif á hversu langa kafla af 220 kV línum kerfisins er hægt að setja í jörðu“
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd c) Sendandi segir um Kröflulínu 1: „Ef metið hefur verið mikilvægi þess að færa loftlínu í jarðstreng og ákvörðun um færsluna liggur fyrir, hefur Landsnet unnið eftir reglu fyrirtækisins um kostnaðarskiptingu á milli fyrirtækis og sveitarfélags eða annars aðila, sem um breytinguna biður“
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003, þar sem segir að flutningsfyrirtækinu (Landsneti) beri skylda til að byggja og reka flutningskerfi raforku, og að aðeins flutningsfyrirtækið hafi heimild til að reisa ný flutningsvirki. Skipulagsnefnd telur að í ljósi þessa sé vandséð að lagaheimild sé fyrir hendi til að krefja aðra aðila um kostnaðarþáttöku við uppbyggingu flutningskerfis raforku.

2. erindi. Sendandi Minjastofnun Íslands.
Athugasemd a) Sendandi telur fyrirliggjandi fornleifaskráningu í sveitarfélaginu ekki reglur um skráningu vegna aðalskipulagsvinnu, sbr. reglur MÍ sem áður er vísað til. Sendandi telur að skrá beri fornleifar, hús og mannvirki í þéttbýli og þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar á tímabilinu. Sendandi telur að í undantekningartilfellum sé unnt að samþykkja að skráning sé unnin á gildistíma skipulags, ef fyrir liggur tímasett áætlun um slíka skráningu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd áréttar að stefna sveitarfélagsins sé að á skipulagstímabilinu sé stefnt á að yfirfara fyrirliggjandi fornleifaskráningar og endurskrá eftir þörfum í áföngum. Áhersla verður lögð á að endurskrá þau svæði á láglendi þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar skv. aðalskipulagi. Ef skráningar eru ekki fullnægjandi þegar deiliskipulag er unnið fyrir einstök svæði skal fornleifaskráning fara fram samhliða gerð deiliskipulags, ef Minjastofnun Íslands telur slíkt þurfa í hverju tilfelli.
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að skipulagstillaga vísi til álits Fornleifastofnunar á því hvar huga þurfi að rannsóknum og friðlýsingu, og bendir á að skv. lögum nr 80/2012 sé það hlutverk Minjastofnunar að gera tillögur til ráðherra um friðlýsingar og veita leyfi til fornleifarannsókna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tilgreina beri Minjastofnun í stað Fornleifastofnunar þar sem fjallað er um friðlýsingar og fornleifarannsóknum.
Athugasemd c) Sendandi telur að landeiganda beri að hlúa að fornminjum á landeignum sínum og viðhalda umhverfi þeirra umhverfi þeirra eins og sanngjarnt getur talist.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að ábygð landeiganda á fornleifum sé gerð skil á fullnægjandi hátt í skipulagstillögu.
Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að vitnað sé til laga um húsafriðun nr. 104/2001 sem fallin eru úr gildi. Einnig er gerð athugasemd við að ekki sé tekið fram að Kaupangskirkja sé umsagnarskyld sökum aldurs.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lagatilvísun í greinargerð sé uppfærð skv. athugsemd sendanda og einnig að tekið skuli fram að Kaupangskirkja sé umsagnarskyld skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Athugasemd e) Sendandi gerir athugsemd við að því sé haldið fram í umhverfisskýrslu skipulagstillögu að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar séu á skipulagstímanum hafi engin neikvæð áhrif á menningarminjar. Sendandi telur að fyrirliggjandi fornleifaskráningu sé svo úrbótavant að ekki sé hægt að álykta um áhrif framkvæmda á menningarminjar út frá skráningunni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að áhrif framkvæmda á fornminjar í umhverfisskýrslu verði breytt í óljós úr óveruleg þar sem fyrirliggjandi skráning fullnægir ekki kröfum Minjastofnunar.
Umfjöllun um athugasemdir verður áfram haldið á næsta fundi nefndarinnar kl. 18:00 30. ágúst n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?