Skólanefnd

127. fundur 11. desember 2006 kl. 21:44 - 21:44 Eldri-fundur

127. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla 4. september 2003  kl. 20.

Fundarmenn: Jóhann ólafur Halldórsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arna Rún óskarsdóttir, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Steinunn Arnars ólafsdóttir og Tryggvi Heimisson.

 

Dagskrá:

1. Viðmiðunarreglur vegna lengdar heimreiða
2. Danskennsla í Hrafnagilsskóla
3. Notkun aðvörunarljósa í Hrafnagilsskóla
4. Notkun bílbelta í skólabílum
5. Skipan skólaaksturs
6. Viðurkenning
7. Hrafnagilsskóli - ýmsar upplýsingar í skólabyrjun
8. Leikskólinn Krummakot - ýmsar upplýsingar í skólabyrju
9. úttekt á húsnæði Krummakots m.t.t. þjónustu við fatlaðan nemanda


1. Viðmiðunarreglur vegna lengdar heimreiða
Karl gerði grein fyrir hvernig málum er háttað í dag. Skólabílstjórar hafa miðað við að sækja börn heim á bæi þar sem heimreiðin er lengri en 750 metrar.
Skólanefnd samþykkti að viðmiðunarreglan yrði þessi áfram en gerðar væru undantekningar í yngri bekkjum og ef veður eru slæm.

 

2. Danskennsla í Hrafnagilsskóla
Sú breyting hefur verið gerð í skólastarfinu að í stað sérstakra dansnámskeiða hefur danskennsla verið felld að stundaskrá og verður kennt alla föstudaga fram til jóla. Hver bekkur fær ákveðið magn vikustunda á skólaárinu í danskennslu, skv. þessu fyrirkomulagi. þessir tímar eru teknir af öðrum námsgreinum og þeir tímar sem safnast upp hjá kennurum verða nýttir þannig að þeir sinna forfallakennslu í staðinn. Samið hefur verið við Elínu Halldórsdóttur danskennara um danskennsluna.

 

3. Notkun aðvörunarljósa á skólabílum
Reglugerð um skólaakstur (279/1989) kveður á um að aðvörunarljós skulu vera á merkjum skólabíla. Skólabílstjórar hafa óskað eftir undanþágu frá þessari reglugerð. Skólanefnd samþykkir að blikkljós skulu vera á öllum skólabifreiðum eins og fyrrnefnd reglugerð kveður á um og því verði fyrrnefndri beiðni hafnað. Formanni skólanefndar er falið að svara erindi skólabílstjóra bréflega.

 

4. Notkun bílbelta í skólabílum
Nýverið komu fram fullyrðingar í fjölmiðlum um að þegar bílbelti eru í hópferðabílum þá beri bílstjórar ávallt ábyrgð á notkun þeirra. Túlkun hópferðabílaeigenda er hins vegar sú að bílstjórum beri að hvetja til notkunar bílbelta en geti ekki tekið á sig ábyrgð á notkun þeirra. Skólanefnd samþykkir því að óska eftir skriflegri túlkun á þessu frá Umferðarstofu. Formanni er falið að skrifa Umferðarstofu bréf og vísa í bréfinu til skólaaksturs.


5. Skipan skólaaksturs
Karl skólastjóri gerði grein fyrir því hvernig skipan skólaaksturs er í upphafi skólaársins. Komið hefur í ljós að sæti vantar í skólabílana á þremur akstursleiðum. Eins og staðan er í dag er verið að bjarga málum.
Forsendur eru töluvert aðrar hvað viðkemur skólaakstri í dag en þegar núgildandi samningur var gerður. Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að í tæka tíð fyrir endurnýjun skólaaksturssamninga, sem renna úr á komandi ári, gefist skólayfirvöldum og skólanefnd tækifæri til að setja fram athugasemdir um þau atriði sem betur mættu fara í nýjum samningum.

 

6. Tilkynning - viðurkenning sem Hrafnagilsskóli fékk frá íslensku menntasamtökunum
Karl gerði grein fyrir verðlaununum sem eru viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í menntamálum. Skólanefnd óskar starfsmönnum Hrafnagilsskóla til hamingju með árangurinn.

 

7. Hrafnagilsskóli - ýmsar upplýsingar í skólabyrjun
Fjárhagsstaðan: Karl óskaði eftir því að umræða um fjárhagsstöðu færi fram á næsta fundi.
Starfsmannamál: Karl gerði grein fyrir nýjum starfsmönnum við skólann. Einn starfsmaður var ráðinn í starf skólaliða, þrír almennir kennarar, leikskólakennari í umsjón með fötluðum nemanda og trésmíðameistari í starf smíðakennara.
Karl sagði skólann vera mjög vel mannaðan og að vel hafi gengið að ráða starfsfólk.
Fyrirkomulag innheimtumála mötuneytis: Karl gerði grein fyrir skipan mötuneytis- og innheimtumála. Fram að áramótum mun skólinn sjá um innheimtumál gegn greiðslu frá rekstraraðila mötuneytis.
Innkaup á húsgögnum: Karl gerði grein fyrir því að hliðra þyrfti til á fjárhagsáætlun til að kaupa húsgögn.
Staða skólavistunar: Framkvæmdir við nýtt húsnæði skólavistunar áttu að hefjast í vor en eru enn ekki hafnar. Skólanefnd óskar eftir því að sveitastjórn sjái til þess að þessum framkvæmdum verði lokið hið fyrsta.
Framhaldsnám skólastjóra: Karl skólastjóri sagði frá því að hann hefur nú hafið framhaldsnám í stjórnun í kennaradeildinni við Háskólann á Akureyri.

 

8.Leikskólinn Krummakot - ýmsar upplýsingar í skólabyrjun
Fjöldi barna: Fjörtíu og sex börn eru á Krummakoti, 28 börn á eldri deildinni og 18 á yngri deildinni.
Staða starfsmannamála: á Krummakoti eru 10 starfsmenn í 8,67 stöðugildum.
útisvæði: Anna sagði frá því að nú væri smíðum lokið á útisvæðinu við leikskólann. þó eru uppi hugmyndir um meiri framkvæmdir á svæðinu en þær munu bíða.
Heimasíða: Krummakoti hefur verið gefin heimasíða og verður skoðað hvort hægt er að hýsa hana á svæði Hrafnagilsskóla.

Arna óskarsdóttir vék af fundi.

 

9. úttekt á húsnæði Krummakots með tilliti til þjónustu við fatlaðan nemanda
Anna sagði frá því að fyrirséð væri á næsta skólaári kæmi sjónskertur nemandi í leikskólann. Nú þegar hefur Sjónstöð íslands verið beðin um að taka út húsnæði Krummakots með tilliti til þjónustu við nemandann. úttektin mun fara fram nú á haustmánuðum.

 


Fundi slitið kl. 22:15
Fundarritari: Hafdís Hrönn Pétursdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?