Skólanefnd

128. fundur 11. desember 2006 kl. 21:44 - 21:44 Eldri-fundur

128. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar var settur fimmtudaginn 23. október kl. 20:00 í Hrafnagilsskóla.

Eftirtaldir voru á fundinum:

Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Tryggvi Heimisson.

Formaður, Jóhann ó. Halldórsson, setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Beiðni um fjárstyrk (sjá fylgiskjal nr. 1)

Erindi Björns Karlssonar sem sveitarstjórn vísaði til skólanefndar til afgreiðslu.

Skólanefnd telur sig ekki hafa markaðan lið fyrir verkefni af þessu tagi og getur ekki mælt með þessari styrkveitingu.


2. ársskýrsla Krummakots (sjá fylgiskjal nr. 2)

Anna Gunnbjörnsdóttir, leikskólastjóri, fylgdi skýrslunni úr hlaði. Skýrslan er að nokkru leyti í breyttu formi og má vænta enn frekari breytinga næsta ár. Anna benti á að nú væru komin ný nöfn á ýmsar vistarverur í leikskólanum sem ekki væri getið í skýrslunni. Unnið er þar með dyggðir á svipaðan hátt og í Hrafnagilsskóla. Anna benti á að inni í námsskránni væri talsvert efni sem mætti flokka sem stærðfræðilegt efni þótt stærðfræði væri ekki beinlínis á námsskrá. Hún lýsti ánægju sinni með samstarf við Hrafnagilsskóla.

Enn er beðið úttektar á hljóðeinangrun milli hæða sem þó hefur verið óskað eftir.

Gerður var góður rómur að skýrslunni.

 

3. Fjárhagsstaða Hrafnagilsskóla

Karl Frímannsson, skólastjóri, dreifði yfirliti um fjárhagsstöðu pr. 22. okt. (fskj. 3) og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu samanborið við fjárhagsáætlun. Launaliður er að sönnu nokkuð yfir því sem gera mætti ráð fyrir skv. áætlun en það á sér þá skýringu að í áætlun var ekki tekið tillit til annaruppbótar. Fleiri þættir eru ekki komnir til fullra skila og því er ekki fullt mark takandi á niðurstöðutölum.

Karl taldi hins vegar að skólinn stæði allvel með rekstur.

Nokkrar spurningar - og svör - komu fram en engar athugasemdir.


4. Innra eftirlit með leiktækjum á skólalóðunum

(sjá meðfylgjandi reglugerð - fylgiskjal 4)

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur nýverið hvatt til að komið verði á innra eftirliti með leikskólalóðinni og tækjum á henni, svo sem reglugerð kveður á um. Leikskólastjóri skýrði frá því hvernig þessu eftirliti er háttað í Krummakoti en þar hefur lóðin með öllum tækjum verið tekin út og er stefnt að því að fylgja þar þeim stöðlum sem nú gilda.

Skólanefnd telur ástæðu til - og beinir því til sveitarstjórnar - að á leiksvæðum beggja skólanna verði komið á slíku eftirliti.

 

5. Gerð fjárhagsáætlana - rammafjárveitingar

Kynntar voru verklagsreglur í rammafjárveitingarvinnu sem sveitarstjórn hefur samþykkt (fylgiskjal 5)

Rædd var verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla og Krummakots fyrir árið 2004. Karl skólastjóri gerði grein fyrir nokkrum atriðum í undirbúningi fjárhagsáætlunar sem hann hefur þegar hafið. Væntanlega koma frekari forsendur fram fyrir næsta fund skólanefndar. Skólastjórar munu hefja undirbúning, m.a. safna gögnum til starfsáætlunar o.fl.

 

6. Bréf til skólabílstjóra lagt fram (fylgiskjal 6)
í framhaldi af samþykkt síðasta fundar var skólabílstjórum sent bréf sem kynnt var skólanefnd.


7. Undirritun yfirlýsingar um þagnarskyldu

Nefndarmenn undirrituðu yfirlýsingu um þagnarskyldu - einnig þeir áheyrnarfulltrúar/skólastjórar sem viðstaddir voru.

 

8. Undirritun eldri fundargerða

Fulltrúar skólanefndar, skólastjórar og áheyrnarfulltrúar undirrituðu fundargerðir frá og með 119. fundi skólanefndar.

 


Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:20


Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?