Skólanefnd

129. fundur 11. desember 2006 kl. 21:44 - 21:44 Eldri-fundur

129. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 fimmtudaginn 20. nóv. 2003.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Tryggvi Heimisson.


Dagskrá fundarins:

1. Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskólans Krummakots og skólavistunar Hrafnagilsskóla. 2. Fjárhagsáætlun 2004 - ákvörðun um skiptingu fjárhagsramma fræðslumála

 

Formaður skólanefndar, Jóhann ólafur Halldórsson, bauð gesti velkomna og gekk til dagskrár.

 

1. Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskólans Krummakots og skólavistunar Hrafnagilsskóla

Fram var lögð svohljóðandi tillaga:

"Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki hækkun á gjaldskrá Krummakots þann 1. janúar 2004 um 3,5%. Jafnframt leggur nefndin til að gjaldskrá skólavistunar verði hækkuð um 3,5% frá 1. janúar 2004.

Afgreiðslu var frestað og óskað eftir því að leikskólastjóri aflaði nánari upplýsinga um verðlag á Akureyri til samanburðar. Einnig var óskað nánari útfærslu á systkinaafslætti, bæði á leikskóla og milli leikskóla og skólavistunar.


2. Fjárhagsáætlun 2004 - ákvörðun um skiptingu fjárhagsramma fræðslumála
Fyrir lá eftirfarandi tillaga:

Fræðslumál - tillaga til skólanefndar um skiptingu fjárhagsramma

Fræðslumál
Debet 217.227.000,00 kr.

Bundnir liðir
Kredit 16.742.000,00 kr.

óráðstafað
4.485.000,00
Umferðarskóli
Menntasmiðja
Dagvistun í heimahúsum
Varasjóður v/ launahækkana og fl.

Hrafnagilsskóli
165.000.000,00 kr.

Krummakot
31.000.000,00 kr.

Debet 217.227.000,00 kr.
Kredit 217.227.000,00 kr.


Skólastjóri, Karl Frímannsson, lagði fram nokkur atriði til umræðu:

1. Skólinn hefur ekki fengið fjárveitingu fyrir fullu starfi húsvarðar síðan 2001. árið 2003 var upphæð ætluð til þessa 1.470 en var 2.4 millj. árið 2001. Meiri þörf er fyrir húsvörslu en sem þessu nemur.

2. Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna lóðar á áætlun 2003 en engu að síður hafa verið færðar kr. 602.433 á þessu ári. Skýringa er þörf á þessum lið og tryggja að ekki komi til slíks án samþykkis viðeigandi aðila.

3. Leigusamningar sem gerðir hafa verið við kennara í húsnæði sveitarfélagsins eru væntanlega hluti af ráðningarkjörum og þarf þá að segja þeim upp til að gera á þeim breytingar. Nú má búast við því að mismunur raunleigu og reiknaðri markaðsleigu verði gjaldfærður á skólann. þess vegna er eðlilegt að breyta þessu fyrirkomulagi.

4. Sérfræðiþjónusta skólans á skv. reglugerð að vera 426 klst. árlega en hefur verið 120 klst. árlega undanfarin ár. Með þessu móti nást þjónustumarkmið ekki.

5. Mikilvægt er að rekstur skólavistunar skerði ekki rekstrarfé skólans, þar sem skólavistun er viðbótarþjónusta og hluti af dagvistun.

6. Endurnýjun húsnæðis er ekki að fullu lokið og stofnbúnaður er ekki kominn að fullu í skólann. Auk þess hefur Vinnueftirlitið gert athugasemdir við húsnæðið og er nauðsynlegt að bregðast við slíku.

7. í kjarasamningi Kí og LN frá 1. jan 2001 var gert ráð fyrir auknum stjórnunarkvóta í grunnskólum en til þess hefur ekki komið í Hrafnagilsskóla. Hin nýju vinnubrögð við fjárhagsáætlun hvetur enn frekar til þessa.

8. Mikilvægt er að rekstrarliðir sem skólastjóri hefur ekki með að gera en eru þó færðir á grunnskólann hafi ekki áhrif á rekstrarafkomu skólans.

Talsverð umræða fór fram um þessi atriði og ýmis fleiri. M.a. var rætt um að nauðsynlegt væri að skólanefnd tæki þátt í margskonar vinnu með skólastjórnendum til að skilgreina nákvæmlega ýmsa þá liði sem snerta fjárhag skólanna.
ákveðið var að skólastjórnendur ynnu áfram að starfsáætlunum, sem þegar eru komnar af stað, og skal stefnt að því að þær liggi fyrir á fundi í desemberbyrjun.

 

 

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 22:30


Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?