Skólanefnd

144. fundur 11. desember 2006 kl. 21:58 - 21:58 Eldri-fundur

144. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar, haldinn í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 13. okt 2005 kl 20:00

Viðstödd: Jóhann ó. Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Karl Frímannsson.

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.


 
1. Skólanámsskrá og ársskýrsla Krummakots - lagt fram til kynningar
Anna Gunnbjörnsdóttir, leikskólastjóri, gerði stuttlega grein fyrir námsskrá og skýrslu. í námskrá er gerð grein fyrir helstu kenningum og þáttum sem móta starf skólans og ennfremur fyrir þeim starfsramma sem skólanum er búinn af hálfu sveitarfélagsins/sveitarstjórnar. þar er einnig gerð grein fyrir samstarfi leikskólans við grunnskóla og tónlistarskóla og einnig samstarfi heimila og skólans.
ársskýrsla skólans er nokkuð hefðbundin, í þetta skipti er í henni gerð grein fyrir viðhorfskönnun sem gerð var skólaárið 2004-2005. þar eru könnuð ýmis viðhorf foreldra til leikskólans og starfsemi hans, samskipta o.fl. Anna taldi að hugsanlega yrði reynt að breyta einhverju í starfi skólans í ljósi þess sem fram kemur í könnuninni, þó yrði erfiðast að breyta tímasetningum þar sem kynni að koma til yfirvinnu og þ.a.l. kostnaðarauka.


2. Húsnæðismál leikskólans - starfsmannaaðstaða
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir því að í skólanum starfa orðið 6 leikskólakennarar auk álíka margra annarra starfsmanna og aðstaða til undirbúningsvinnu (vinnuherbergi) væri nú orðið í allra minnsta lagi, auk þess sem aðeins tvær tölvur eru til afnota fyrir kennarana. Aðstaða til viðtala, t.d. við foreldra, er líka heldur þröng. Anna kvaðst hafa spurst fyrir um kostnað við leikskóla (viðbyggingu) á Svalbarðsströnd og þar hefði kostnaður á m2 numið 200 þús.
Formaður rifjaði upp að skólanefnd hefði á fundi 24. feb. sl. lagt til að sveitarstjórn skipaði starfshóp til að kanna framtíðarmöguleika leikskóla í sveitarfélaginu og taldi að nú væri þörfin enn brýnni en þá var.


3. Endurnýjun og viðhald skólahúsnæðis Hrafnagilsskóla - erindi skólastjóra Hrafnagilsskóla
og
4. Föst leiktæki á skólalóð - erindi skólastjóra Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson, skólastjóri grunnskólans, reifaði þessi tvö mál saman en bæði málin hafa áður verið rædd og heyra til verksviði Eignasjóðs. Málið snýst annars vegar um að endurnýja tvær stofur (líkt og gert hefur verið við aðrar) og endurnýja glugga á vestur- og norðurhlið elsta hluta skólans, auk innréttinga og fleiri smærri atriða, hins vegar um að fjarlægja úrelt leiktæki af lóð skólans og ganga frá fall- og öryggissvæðum á lóðinni. Skólastjóri óskaði eftir því að áætlun yrði gerð um þessar framkvæmdir.
Skólanefnd tekur undir óskir skólastjóra og vísar málinu til stjórnar Eignasjóðs.

5. öryggismál í skólabílum Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson rifjaði upp að skólanefnd hefði óskað bréflega eftir því við skólabílstjóra að gætt yrði vandlega öryggisatriða varðandi skólabíla. Aðeins einn bíll er búinn merkiskilti með ljósum svo sem skylt er skv. reglugerð. Skólanefnd telur ekki ástæðu til að umbera frávik frá þeim reglum sem gilda um búnað bílanna og leggur til að skólastjóri komi þeim boðum til bílstjóra.


6. Skólaakstur - undirbúningur útboðs - framlenging aksturssamninga á yfirstandandi skólaári
Formaður skólanefndar rifjaði upp málalok sl. vor þegar í ljós kom að bjóða þyrfti úr skólaaksturinn á EES-svæðinu. þá var ákveðið að framlengja samninga við þá bílstjóra sem höfðu haft skólaaksturinn á hendi. Sérstakur starfshópur fjallaði um málið og taldi formaður heppilegt að sama hópnum yrði falið að halda áfram þessu máli. Skólanefnd samþykkir þá tilhögun fyrir sitt leyti.
Karl Frímannsson gerði grein fyrir starfsháttum starfshópsins. þegar samið hafði verið við bílstjóra um framhald starfsins kom fram athugasemd frá bílstjórum um að þeir sæju sér ekki fært að aka á sama taxta og gilt hafði. Kröfur þeirra námu h.u.b. 15% hækkun en að lokum var samið um 7% hækkun. Fyrirséð kostnaðaraukning er ca 600 þúsund en milliuppgjör bendir til þess að ekki verði farið út fyrir ramma fjárhagsáætlunar.


7. Erindi foreldrafélags Hrafnagilsskóla
í erindinu fer foreldrafélagið fram á styrk til starfsins, sem svarar kr. 400 pr. nemanda. Styrkurinn er ætlaður til að framfylgja starfsáætlun félagsins, standa undir fræðslustarfi og gefa út handbók fyrir foreldra, bekkjarfulltrúa o.fl. Ennfremur er óskað eftir að slíkur styrkur verði settur á fasta fjárhagsáætlun. Karl Frímannsson kvað margt benda til þess að foreldrafélagið - sem var nær dauða en lífi - virðist nú hafa lifnað verulega við.
Formaður nefndarinnar benti á að gæta þyrfti jafnræðis gagnvart foreldrafélagi leikskólans. Skólanefnd telur ástæðu til að bregðast jákvætt við erindinu en óskar eftir nánari greinargerð fyrir því starfi sem ætlað er að verja fjármununum til. á næsta fundi verður málið afgreitt enda liggi þá slík greinargerð fyrir.


8. Erindi Vilborgar þórðardóttur
í erindinu fer Vilborg fram á fjárstyrk vegna ferðar til Tékklands sl. vor að sama skapi og starfsmenn skólans fengu. þar sem styrkur til starfsmanna skólans kom ekki til afgreiðslu skólanefndar heldur var afgreiddur beint af sveitarstjórn telur skólanefnd eðlilegt að vísa þessari umsókn til sveitarstjórnar.

 


9. Erindi vegna bókunar 5 í kjarasamningi Kí og LN - erindi skólastjóra Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson gerði grein fyrir því ákvæði sem bókað er í kjarasamningi og gerir ráð fyrir möguleika til að taka upp vinnutímaákvæði sambærileg við það sem gerist meðal annarra háskólamenntaðra starfsmanna.
Skólanefnd telur ástæðu til að kanna vilja samningsaðila til þess að gera tilraun af því tagi sem um ræðir í nefndri bókun.


10. Spá um íbúaþróun í Eyjafjarðarsveit  - erindi skólastjóra Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson lagði fram ósk um að gerð yrði spá - svo örugg sem kostur er - um hugsanlega eða líklega fjölgun íbúa og grunnskólanemenda á næstu árum.
Hann benti á nokkrar tölur sem benda til þess að hér gætu orðið talsverð þrengsli - ekki síst í verkgreinastofum.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að þess verði freistað að gera slíka spá sem fyrst enda kæmi slík könnun til margra nota.


11. Staða biðlista á leikskólanum Krummakoti - horfur á komandi misserum
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir því að á biðlista væru 20 börn sem óskuðu eftir vist í síðasta lagi fyrir næstkomandi sumarleyfi, sum þeirra óska raunar eftir vist mun fyrr. Tíu börn munu hverfa á braut fyrir næsta sumarleyfi (í 9 rýmum).  þannig verður ekki séð að hægt verði að bregðast jákvætt við nema svo sem helmingi þeirra umsókna sem fyrir liggja, auk þess kennir reynslan að nýjar umsóknir eru líklegar til að bætast við.
Augljóslega þarf að bregðast við þessari þróun sem fyrst og vísast til liðar 2 í þessari fundargerð.Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 22:36


Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?