Skólanefnd

146. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

146 fundur skólanefndar var haldinn í Hrafnagilsskóla 1. desember 2005.
Mætt: Jóhann ó. Halldórsson, Karl Frímannsson, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Arna Rún óskarsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, ólöf Huld Matthíasdóttir og Valgerður Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Valgerður Jónsdóttir

1. Skipting á úthlutuðum fjárhagsramma
Fyrir fundinum lágu gögn um úthlutun fjárhagsramma til fræðslumála og minnisblað frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar um leiðréttingar á fjárhagsramma vegna tveggja liða. Formaður lagði fram yfirlit um fjárhagsramma að teknu tilliti til umræddra tveggja breytinga og tillögu um skiptingu óbundinna liða, samtals að fjárhæð 218.672.344 kr. (fskj 1, 2, 3).
Karl kynnti fyrirséðar breytingar sem komið hefðu í ljós við endurskoðun fjárhagsáætlunar skólans hvað varðar launalið vegna skólaliða, ritara og starfsaldurshækkanir kennara. Lagði hann fram formlega beiðni um hækkun til Hrafnagilsskóla um 830.000 kr. til að mæta hækkun launa þessara starfsmanna á tímabilinu. (fskj.- 4) Skólanefnd samþykkir þá beiðni fyrir sitt leyti. Að teknu tilliti til áðurnefnds minnisblaðs og erindis skólastjóra óskar skólanefnd eftir að heildarfjárhagsrammi fræðslumála verði 255.611.000 kr. vegna ársins 2006.
Skólanefnd samþykkir tillögu um skiptingu óbundinna liða samhljóða og felur skólastjórum að ljúka gerð starfsáætlana og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu. Sá fundur er áætlaður miðvikudaginn 7. desember.

2. Beiðni foreldrafélags Hrafnagilsskóla um fjárstuðning
Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar 26. október sl. og óskað eftir frekari upplýsingum, sem nú hafa borist. (fskj. 5)
Formaður leggur til að veittur verði styrkur að upphæð 80.000 kr. Styrkurinn skiptist þannig að skólanefnd greiði áætlaðan kostnað við sameiginlegt fyrirlestrakvöld foreldrafélaganna, sem áformað er í febrúar, allt að kr. 60.000. Auk þess verði 20.000 kr. veitt til starfsemi Foreldrafélags Hrafnagilsskóla í þeim tilgangi að styðja endurreisn þess. Ingibjörg ösp greindi nánar frá áætlunum foreldrafélagsins varðandi fræðslufyrirlestra og starfsemi félagsins. Skólanefnd samþykkir tillögu formanns að styrk til félagsins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50.

Getum við bætt efni síðunnar?