Skólanefnd

148. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

148. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn í grunnskólanum á Hrafnagili þann 23. feb. 2006 og hófst kl. 20:00

þessi sátu fundinn: Jóhann ó. Halldórsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Arnar árnason, Valdimar Gunnarsson, Lilja Sverrisdóttir, Tryggvi Heimisson, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Anna Guðmundsdóttir


Dagskrá:

1. útboðsgögn vegna skólaaksturs - umsögn
Stefán árnason, skrifstofustjóri kynnti útboðsgögn sem eru unnin af starfshópi sveitarstjórnar, með aðstoð Ríkiskaupa. í starfshópnum sátu Stefán, Jóhann ólafur Halldórsson og Karl Frímannsson. Arnar árnason spurði hvernig farið yrði með akstur frá Merkigili og Hranastöðum en þeirra bæja er ekki getið í útboði. Formaður svaraði því til að tvímælalaust væri skylt að annast aksturinn en leitað yrði sérstakra úrræða þar sem m.a. væri þörf á fjórhjóladrifsbílum.
Gögnin hafa nú þegar verið send til auglýsingar á evrópska efnahagssvæðinu og munu birt innan skamms á heimavelli.
 Skólanefnd samþykkir þau gögn sem fram voru lögð.


2. Sumarlokun Krummakots
Fyrir fundinum lá tillaga frá leikskólastjóra um sumarlokun frá mánudeginum 10. júlí til og með mánudeginum 7. ágúst.
Skólanefnd fellst á tillöguna en í henni felst tilfærsla um eina viku frá fyrr ári.


3. Starfmannamál á Krummakoti
Anna Gunnbjörnsdóttir kynnti þörf á nýráðningum vegna komandi skólaárs. Ljóst er að nauðsynlegt er að auglýsa sem allra fyrst eftir starfsfólki. Tvennt kemur til ? annars vegar munu einhverjir starfsmenn hætta og einnig stefnir í verulega fjölgun barna á leikskólanum, ekki síst þegar hugsanleg viðbót kemur til. Nú er 31 barn á biðlista. Leikskólastjóra og formanni skólanefndar er falið að auglýsa sem fyrst.


4. Kostnaður vegna sundkennslu á Akureyri
Fyrir fundinum lá erindi frá skólastjóra Hrafnagilsskóla, dags 16. febrúar um aukna fjárveitingu vegna kostnaðar við sundkennslu á Akureyri. Til þessa kostnaðar kemur vegna þess að ekki er hægt að hafa sundkennslu hér og nemur kostnaðurinn alls kr. tæplega 600 þús. skv. áætlun. Aðeins er um að ræða kennslu í 1., 2. og 10 bekk.
Móti þessum kostnaði sparast að vísu laugarleiga hér á Hrafnagili en engu að síður vantar að líkindum 400 þús. sem ekki var gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun.
Skólanefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði rýmkuð sem þessu nemur og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5. Ráðning deildarstjóra verkefnis um einstaklingsmiðað nám
Fram var lagt erindi frá skólastjóra Hrafnagilsskóla, dags 16. febrúar þar sem óskað er eftir heimilt verði að ráða til sérstaks starfs. Um er að ræða verkefni sem snýr að einstaklingsmiðuðu námi. Sótt verður um styrk í þróunarsjóð grunnskóla og Endurmenntunarsjóð grunnskóla. Fáist þeir styrkir þarf engu að síður að bæta nokkrum kennslustundum við umsjónarmann eða deildarstjóra með verkefninu. Gert er ráð fyrir að fimm kennslustundir dugi. Skólanefnd líst vel á hugmyndina en mun taka afstöðu til málsins þegar ljós verða viðbrögð við styrkumsóknum.


6. Viðbótarkennsla vegna hegðunarvanda nemanda
Fyrir lá erindi frá skólastjóra Hrafnagilsskóla, dags 16. febrúar. í erindinu er kynnt að e.t.v. þurfi að fara fram á aukafjárveitingu vegna þess að ráðinn hefur verið leiðbeinandi til að sinna nemanda sem á við að stríða tiltekin vandkvæði. Með vorinu verður ljóst hvort kostnaður fer fram úr heimildum skólans og þá verður tekið á málinu.


7. Breyting á skóladagatali Hrafnagilsskóla
Fram var lagt erindi frá skólastjóra Hrafnagilsskóla, dags 16. febrúar. í erindinu er farið fram á að í stað undirbúningsdaga 6. og 7. júní 2006 sæki kennarar ráðstefnu HA laugardaginn 22. apríl.  Skólanefnd samþykkir erindið.


8. Skólalóð Hrafnagilsskóla
Sl. sumar var farið yfir leiktæki á skólalóðinni. Farið var fram á ýmsar lagfæringar og er sumum þeirra lokið en aðrar eru ýmist í framkvæmd eða standa til á næstunni. Ekki verður hjá því komist að bregðast við þessum athugasemdum en leiktækjum er óneitanlega að fækka. Skólanefnd telur vænlegt að skólinn reyni að gera áætlun um skipulag og þróun þannig að ljóst sé hvar og hvernig þarf að bæta úr.


Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22:05

Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?