Skólanefnd

166. fundur 19. október 2007 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur
166. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn 18. október 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:00.

Mættir:
Skólanefnd:
Inga Björk Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Margrét ívarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir - formaður -
Valdimar Gunnarsson - ritari -

áheyrnarfulltrúar:
Aníta Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Karl Frímannsson


Dagskrá fundarins var sem hér segir:

1. Málefni leikskóla
1.1. Kynning.
Anna Gunnbjörnsdóttir sagði frá því að gengið hefði verið til samninga við Akureyrarbæ um þjónustusamning en undirritun er ólokið. í samningnum er tiltekið umfang þeirrar þjónustu sem samið er um.
1.2. Aðstaða leikskóla – hver er staðan, hvað liggur fyrir og hvað er brýnast?
Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun er í góðum farvegi. Skólanefnd óskar eftir því að leikskólastjóri taki saman lista yfir það helsta sem áfátt er og þyrfti að koma til álita við fjárhagsáætlun. Nú hefur verið ráðið í öll störf en reyndar bendir margt til þess að nýlega ráðinn leikskólakennari telji laun sín ófullnægjandi og kann því að draga að breytingum. Anna sagði að nú væru að vísu nógu margir fermetrar í húsnæði leikskólans en húsnæðið væri engu að síður mjög erfitt yfirferðar. Starfsmannaaðstaða uppi á lofti er ekki góð, m.a. liggur leið að henni gegnum rými sem notað er fyrir börnin. Skipting aldurshópa kann að leiða til þess að nauðsynlegt reynist að bæta við nýjum starfsmanni um næstu áramót. Anna velti upp álitamálum vegna leiktækja og annarra atriða sem snerta lóð en umræðu var frestað þar til fyrir liggja niðurstöður vinnuhóps, sbr. 2.2. Engu að síður vill skólanefnd vekja athygli á því hversu óheppilegt núverandi húsnæði er.
Anna sagði frá verkefni um kurteisi sem nú er unnið að í Krummakoti (Lífsleikni – Síðusel, Sunnuból, Krógaból)

2. Sameiginleg málefni leikskóla og grunnskóla
2.1. Mótun fræðslustefnu – undirbúningsvinna hafin, kynning.
Karl Frímannsson sagði frá upphafi starfsins og starfshópi þriggja skólastjóra (leik-, grunn- og tónlistarskóla) ásamt sveitarstjóra. Hópurinn hittist vikulega og ræðir viðfangsefnið á víðum grundvelli. Nefndin stefnir að því að skila af sér fyrir áramót.
2.2. Hönnun og nýting skólahúsnæðis ásamt umhverfi – kynning á starfi vinnuhóps.
í vinnuhópnum sitja oddvitar meiri- og minnihluta, sveitarstjóri og skólastjóri Hrafnagilsskóla auk verkefnisstjóra, Brynjars Skúlasonar. Upplýsingaöflun er vel á vegi en vinnuhópurinn á mikið og býsna erfitt verk fyrir höndum.
Karl drap á nokkur atriði sem koma m.a. til álita þegar hugað er að þessu viðfangsefni en ekkert var bókað af því efni.

3. Málefni grunnskóla
3.1. Húsnæðismál í mynd- og handmenntastofu.
Karl sagði frá umræðum sem orðið hafa um þessi mál. í hverri viku er þörf 48 kennslustunda í textíl- og myndmennt en í stofunni er pláss fyrir 38 stundir. Undanfarin ár hefur verið reynt að hafa stundum tvo hópa í stofunni í senn en nú er það talið varla viðunandi. Fáeinir tímar hafa verið fluttir í húsnæði skólavistunar og með lagfæringu í töflu mun málið bjargast til loka skólaársins – að mati skólastjóra.
3.2. Kynning á sjálfsmatsaðferðum skólans.
Brithish Standard Institution mun á næstunni senda fulltrúa til að meta sjálfsmatsaðferðir Hrafnagilsskóla skv. ákvæðum grunnskólalaga þar um.
Skólastjóri sagði frá því starfi sem unnið hefur verið og birt á vef skólans. Skólanefnd lýsir velþóknun sinni með sjálfsmatsstarfið, skýrslu og úrbótaáætlun. þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar.
3.3. Aukið kennslumagn.
Sl. haust fækkaði kennslustundum um 36, mest vegna minnkandi auka- og aðstoðarkennslu. Kennsluskylda lækkaði um eina vikustund skv. samningum. Við breytt kennslufyrirkomulag í haust var kennaratímum í 5. – 8. bekk fækkað þar sem talið var að samkennslan myndi ná utanum öll verkefni.
Nú hefur komið í ljós að fækkun kennslustunda í haust var of mikil og þörf á 10 – 12 vikustundum til viðbótar. Skólanefnd óskar eftir því heimilt verði að bregðast við þessu nú þegar og að tillit verði tekið til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008.
3.4. Fjárhagsáætlun – staða yfirstandandi árs og hugað að næstkomandi.
• þriggja ára áætlun verður endurskoðuð – skólastjóri rakti helstu þætti sem settir voru á áætlun en er ólokið. Skólanefnd telur nauðsynlegt að stjórn Eignasjóðs leggi fram einhvers konar aðgerðaáætlun um viðbrögð við þriggja ára áætlun skólanefndar.
• Allir þættir fjárhagsáætlunar verða skoðaðir – þessu hafa stjórnendur reyndar lokið
• áætlun um meiri útgjöld á komandi fjárhagsári – fatlaður nemandi kemur í skólann haustið 2008.
• Hugsanleg breyting milli skólaára
Verðlagsforsendur eru ekki þekktar en nýr kjarasamningur FG og Sí er væntanlegur. Auk þess kemur kennari með aldursafslátt aftur til starfa

4. Annað
4.1. Skólanefnd – vinnuferill.
Formaður kynnti nokkur atriði sem æskilegt væri að skólanefndarmenn tækju til umhugsunar. Einnig var bent á Handraða sem er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður lagði til að sérstakur fundur um málefni leikskóla og til undirbúnings fjárhagsáætlun yrði haldinn 1. nóv. nk. á sama stað og tíma.
4.2. önnur mál.
Engin.


Fundi slitið kl. 23:00

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.
Getum við bætt efni síðunnar?