Sveitarstjórn

508. fundur 08. desember 2017 kl. 09:15 - 09:15 Eldri-fundur

508. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. desember 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 67 - 1711016F
Fundargerðin er afgreitt eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1711018 - Framkvæmdaráð - Fjárhagsáætlun 2018
Gefur ekki tiefni til ályktana.


2. Framkvæmdaráð - 68 - 1712001F
Fundargerðin er afgreitt eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1711018 - Framkvæmdaráð - Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðslu framkvæmdaráð er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun.


3. Fjárhagsáætlun 2018 og 2019 til 2021, síðari umræða - 1709013
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2018 og 2019 - 2021.
Þá lá einnig fyrir á minnisblaði tillaga að viðaukum við áætlun ársins 2017.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2018:

Útsvarshlutfall fyrir árið 2018 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorpgjald hækkar um 2% samkvæmt tillögu umhverfisnefndar. Sjá fsk. 2
Rotþróargjald hækkar um 2,7%. Sjá fsk. 2

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá fsk. 3

Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2018.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar. Sjá fsk, 2

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs á árinu 2018 kr. 152,2 millj.

Fyrir fundinum lá viljayfirlýsing milli Eyjafjarðarsveitar og Timbru um kaup á raðhúsaíbúð við Bakkatröð og hefur verið áætlað fyrir því í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna og veitir sveitarstjóra heimild til að ganga til samninga við Snæbjörn Sigurðsson/Timbru um kaup á einni raðhúsíbúð við Bakkatröð.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2018 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.005.681
Gjöld án fjármagnsliða kr. 941.419
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 9.343 )
Rekstrarniðurstaða kr. 54.918
Veltufé frá rekstri kr. 93.394
Fjárfestingahreyfingar kr. 134.750
Afborganir lána kr. 16.727
Lækkun á handbæru fé kr. ( 58.083 )
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.

Stærstu einstöku framkvæmdirnar 2018 eru:
- Hjóla- og göngustígur frá Akureyri að Hrafnagili.
- Malbikun og frágangur gatna í Hrafnagilshverfi.
- Lagning ljósleiðar, lokaáfangi.
- Lagfæringar og leiktæki á lóð Hrafnagilsskóla og leikskólans Krummakots.
- Fyrirhuguð kaup á íbúð við Bakkatröð.

Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin 2018 er samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2019- 2021
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 241 millj. Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 51,5 millj. og eru áætlaðar í árslok 2020 kr. 78,6 millj..

Viðaukar 2017
Fyrir lá sundurliðuð tillaga um viðauka við áætlun ársins 2017. Sjá fsk. 4
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir viðaukum kr. 24.871.000.- sem verður mætt með því að lækka eigið fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?