Sveitarstjórn

566. fundur 20. maí 2021 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 346. fundar
skipulagsnefndar og fundargerð 107. fundar framkvæmdaráðs. Var það
samþykkt samhljóða verða 4. og 5. liður á dagskrá.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2020, fyrri umræða - 2105020
Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi og fór yfir ársreikning 2020.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
2. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 184 - 2104009F
Fundargerð 184. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir
liðir bera með sér.
2.1 2102015 - Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2104030 - Hugmyndir að breyttum opnunartíma Bókasafns
Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og verður opnunartími bókasafns frá 1.
september sem hér segir: Þriðjudagar og miðvikudagar kl. 14-17
fimmtudagar kl. 14-18 og föstudagar kl.14-16 Að auki verði sérstök opnun
fyrir skólann.
2.3 2104033 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn vegna
heimildamyndargerðar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.4 2104036 - Hælið ehf. - Styrkumsókn fyrir viðburðaröð
Afgreiðsla nefdarinnar er samþykkt.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 345 - 2105003F
Fundargerð 345. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera
með sér.
3.1 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða auglýsta
skipualgstillögu óbreytta skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og
er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku hennar.
3.2 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur
skipulagsfulltrúa að senda svar þessa efnis til Skipulagsstofnunar.
3.3 2105010 - Brúnir og S-Laugaland - breyting á reiðleið
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að breyttri
legu reiðleiðar RH7 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sé vísað í
breytingarferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áréttað er að
fyrri lega reiðleiðar RH7 skuli halda sér á skipulagi og hin breytta lega sé
viðbót við reiðveginn sem fyrir er á aðalskipulagi.
3.4 2105017 - Hraungerði - byggingarreitur fyrir hesthús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gera ekki
athugasemd við að hesthús rísi í stað skemmu sem þegar hefur verið
samþykkt á byggingarreit í landi Hraungerðis.
3.5 2105018 - Vökuland II - breyttur byggingarreitur og aðkomuleið fyrir
íbúðarhús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að aflað verði
leyfis ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúss frá þjóðvegi og að erindið verði
samþykkt að fenginni undanþágu ráðherra, enda liggi fyrir leyfi landeiganda
vegna vegtengingar í landi Syðra-Laugalands.
4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 346. - 2105004F
Fundargerð 346. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera
með sér.
4.1 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum
lið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Framkvæmdaráð - 107 - 2105002F
Fundargerð 107. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera
með sér.
5.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 897 - 2105009
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar 4. maí 2021 - 2105011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. SSNE - Ársþing 16. og 17. apríl 2021. - 2105008
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. Norðurorka - Lánsssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga - 2105012
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir samhljóða að veita einfalda ábyrgð og
veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr.
heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til
tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr.
600.000.000-, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og
sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin heldur gildi ef skilmálum lánasamnings er
breytt til hagsbóta fyrir Norðurorku. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers
kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til
undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveitu framkvæmdumsem felur í sér að vera verkefni
sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers
hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og uppfyllir skilyrði um græna
umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að
breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu
að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku til annarra opinberra aðila,
skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig
ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Finni Yngva Kristinssyni kt. 280279-xxxx, veitt fullt og ótakmarkað umboð
til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr.
framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns
skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun
láns og breytinga á skilmálum lánasamnings sem eru til hagsbóta fyrir Norðurorku.
Á fundinum var rætt um arðgreiðslur til eigenda Norðurorku á sama tíma og þörf er á
miklum lántökum. Þá var rætt um þá ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið gerir á
framkvæmdir. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku þar
sem samskipti fyrirtækisins og sveitarfélasins verði rædd.
10. Akureyri - Uppfærður samningur um brunavarnir - 2105016
Afgreiðslu frestað og er sveitarstjóra er falið að yfirfara samninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?