Sveitarstjórn

578. fundur 26. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerðir 357.fundar skipulagsnefndar og 113. fundargerð framkvæmdaráðs svo og umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna Eyjafjarðarbrautar vestri. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 357 - 2111011F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2111033 - Verklagsreglur vegna deiliskipulags á vegum einkaaðila
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Leifsstaða II.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar og vísar erindinu í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga sem samþykkt var í kynningar- og auglýsingarferli á fundi sveitarstjórnar 2021-06-03 skuli einnig liggja frammi til kynningar með aðalskipulagstillögunni.
1.3 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Framkvæmdaráð - 113 - 2111007F
Fundargerð 113. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2110049 - Fjárhagsáætlun 2022 - Framkvæmdaráð
Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2022 og 2023 - 2025. Þá samþykkir sveitarstjórn tillögu framkvæmdaráðs um að hafin verði undirbúningur að sölu eftirtaldra eigna: Freyvangur, Sólgarður og Laugalandsskóli.
2.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2111027 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. UMF Samherja samstarfssamningur - 2110062
Fyrirliggjandi drög eru samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi Eyjafjarðarbraut vestri - 2111035
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til Eyjafjarðarsveitar skv. 13.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin felur í sér byggingu Eyjafjarðarbrautar vestri (821) fram hjá Hrafnagilshverfi, samtals 3,1 km kafli auk 2 tenginga inn í Hrafnagilshverfi og tengingu að Hrafnagilsjörð, samtals 0,5km.

Í umsókninni kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til Fiskistofu og að farið verði eftir skilyrðum í leyfi Fiskistofu er varðar verktíma í Eyjafjarðará, mengunarvarnir og annað sem þar gæti komið fram. Staðfesting á leyfi Fiskistofu hefur nú borist Vegagerðinni og sveitarfélaginu. Umsögnin tekur líka til efnistöku uppá alls 184.500 rúmmetra af efnistökusvæðum E12 við Munkaþverá, E24 og E33 í Eyjafjarðará við Hrafnagilshverfi.

Fram kemur í umsókninni að engar minjar séu í hættu vegna framkvæmdanna, unnið sé að gerð samninga við landeigendur og Veiðifélag Eyjafjarðarár og að skipulagsstofnun hafi úrskurðað að framkvæmdin sé ekki matsskyld.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn Vegagerðarinnar um ofangreint framkvæmdaleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa það út.

5. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - síðari umræða - 2109021
Útsvarshlutfall fyrir árið 2022 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,39 % lækkar úr 0,41%
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Að tillögu umhverfisnefndar er sorpgjald hækkað um 3,2% og álagt gjald á búfé er hækkað um 10%. Umhverfisnefnd gerði tillögu um að tekin yrði upp nýr gjaldstofn á geldneyti. Sveitarstjórn frestar þeirri breytingu.
Rotþróargjald verður óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 7, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá greinargerð með áætlun.
Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar og breytist 1. ágúst 2022.
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2022.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu lýðheilsunefndar.
Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2022 176,3 millj. í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.244.790
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.145.956
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 3.899 )
Rekstrarniðurstaða kr. 53.383
Veltufé frá rekstri kr. 97.442
Afborganir lána kr. 10.724
Breyting á handbæru fé kr. ( 17.684 )
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2022.

Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2022 eru:
Framkvæmdir við fyrsta áfanga nýbyggingar leik- og grunnskóla
Breytingar og stækkun á skrifstofu sveitarfélagsins
Uppbygging gatna og malbikun
Uppbygging grendarstöðvar og flutningur gámasvæðis

Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin 2022 er samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2023 - 2025
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2023 - 2025 er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum en áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir kr. 964 millj. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekið verði ný lán kr. 550 millj. og að seldar verði eignir fyrir 150 millj. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema um 40% í lok ársins 2025. Heimilt er að hafa það 150%. Mögulegt er að breytingar verði á tímasetningu framkvæmda við skólabyggingu eftir aðstæðum í samfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum og fjölskyldum þeirra og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?