Sveitarstjórn

600. fundur 25. nóvember 2022 kl. 10:00 - 10:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 2211031 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn er hækkun á áætlaðri staðgreiðslu kr. 42 millj. og hækkun á áætluðu framlagi Jöfnunarsjóðs kr. 50 millj. Samtals er þetta hækkun á áætluðum skatttekjum ársins 2022 um 92 millj. sem hækkar áður áætlað handbært fé í lok ársins 2022.
Fyrirliggandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 er samþykkt samhljóða.

2. 2209039 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024 - 2026, síðari umræða
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024 - 2026 tekin til síðari umræðu.

Álagning gjalda 2023:
Útsvarshlutfall óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,39 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,26 % hækkar úr 1,20%
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Að tillögu atvinnu- og umhverfisnefndar er almennt sorpgjald óbreytt en álagt gjald á búfé vegna kostnaðar við eyðingu dýraleifa er hækkað um 18% í tengslum við breytingar á lögum.
Rotþróargjald verður óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 frá 1. febrúar til 1. nóvember.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá greinargerð með áætlun.
Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar og breytist 1. ágúst 2023 í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2023.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu Velferðar- og menningarnefndar.
Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2023 463,9 millj. í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023.
Tekjur kr. 1.416 millj.
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.221 millj.
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 8,2 millj. )
Rekstrarniðurstaða kr. 141,5 millj.
Veltufé frá rekstri kr. 193,3 millj.
Afborganir lána kr. 9,2 millj.
Breyting á handbæru fé kr. ( 95 millj. )
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2023 kr. 100 millj. og sölu eigna kr. 50 millj..

Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2023 eru:
Framkvæmdir við nýbyggingu leik- og grunnskóla kr. 401 millj.
Breytingar og stækkun á skrifstofu sveitarfélagsins kr. 10 millj.
Viðhald og endurbætur á íþróttaaðstöðu 9,3 millj.
Gatnagerð kr. 63 millj.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

Fjárhagsáætlunin 2023 er samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2024 - 2026.

Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2024 - 2026 er samþykkt samhljóða. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum, áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir kr. 878 millj.
Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekin verði ný lán kr. 400 millj. og að seldar verði eignir fyrir 50 millj.
Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema um 23,7 % í lok ársins 2025. Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum, fjölskyldum þeirra svo og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?