Sveitarstjórn

615. fundur 31. ágúst 2023 kl. 08:00 - 09:05 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson
  • Stefán Árnason
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason Skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá skipan í ungmennaráð. Var það samþykkt og verður 8. liður dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerð

1.

2308002F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 45

 

Fundargerð 45. fundar fjallskilanefndar Eyjafjarðarsveitar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 

1.1

2308012 - Fjallskil 2023

 

 

Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 45

 

Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum sauðfjár fyrir haustið 2023.
Heildarfjöldi fjár sem fjallskil eru lögð á eru 4575.
Heildarfjöldi dagsverka er 404.

Gangnaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og sendir til þeirra sem þess óska.
1. göngur verða 31. ágúst - 3. september.
2. göngur verða 16. og 17. september.

Dagsverk er metið á kr. 15.000.-

Hrossasmölun verður 6.október og stóðréttir 7.október.

Árið 2024 verður hrossasmölun 4.október og stóðréttir 5.október.

 

Agreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

 

 

   

2.

2308003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Fundargerð 395. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.

 

2.1

2308021 - Heilsueflandi ferðaþjónusta - Blá hafið

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Sigurður Þorsteinsson kynnir fyrir hönd Bláa hafsins ehf framtíðar byggingar hugmyndir sem liggja á bak við ósk um að lóðin nr. 216178 í landi Ytri- Varðgjá verði breytt í úr íbúðalóð í lóð fyrir heilsueflandi ferðaþjónustu.

 

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

 

2.2

2308020 - Byggingarleyfi fyrir bráðabirgðar viðbyggingu við leikskólann að Krummakoti.

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Þar sem að framkvæmdin hefur ekki teljandi áhrif á neinn nema sveitarfélagið sem er málsaðili málsins og um er að ræða tímabundna lausn leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

 

 

2.3

2308001 - Gröf - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi íbúðarhús

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi frá eigendum Grafar L 152616, um að stofna lóð undir íbúðarhús og að lóðin fái nafnið Áshöfði.

 

 

2.4

2308015 - Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Erindinu frestað, skipulagsfulltrúi fundar með hlutaðeigandi.

 

Gefur ekki tilefni til ályktunar.

 

 

2.5

2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Grenndarkynningu er lokið og samþykki nágranna við fráviki frá 35 metra reglu liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Arnarhóli lóð L202907.

 

 

2.6

1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsgögn verði uppfærð í samræmi við athugasemdir landeigenda og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt samkv.3.mgr.41.gr. skipulagslaga 123/2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsgögn verði uppfærð í samræmi við athugasemdir landeigenda og er svo breytt skipulagstillaga samþykkt samkv.3.mgr.41.gr. skipulagslaga 123/2010.

 

 

2.7

2308019 - Framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna haugsetningu Ytri-Varðgjá

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar.

 

 

2.8

2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að unnið er að rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið og mikilvægt sé að hafa það til hliðsjónar við deiliskipulagsgerðina og horft verði til þess við afgreiðslu málsins á síðari stigum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar um að unnið sé að rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið og mikilvægt sé að hafa það til hliðsjónar við deiliskipulagsgerðina og horft verði til þess við afgreiðslu málsins á síðari stigum.

 

 

2.9

2308022 - Reiðleið um Brúnir

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í minniháttar breytingu á aðalskipulagi þar sem lega reiðleiðar um Brúnir er samræmd þeirri kvöð sem sveitarstjórn samþykkti að á landinu skildi hvíla við stofnun lóðar. Þá verði sveitarstjóra falið að ganga eftir því að kvöðinni verði þinglýst á lóðina.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í minniháttar breytingu á aðalskipulagi þar sem lega reiðleiðar um Brúnir er samræmd þeirri kvöð sem sveitarstjórn samþykkti að á landinu skildi hvíla við stofnun lóðar. Þá er sveitarstjóra falið að ganga eftir því að kvöðinni verði þinglýst á lóðina.

 

 

2.10

2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel

 

 

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395

 

Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagi fyrir Ytri-Varðgjá Hótel Gjá verði vísað í auglýsingu samkvæmt 31.gr og 41.gr. skipulagslaga 123/2010 að undangenginni uppfærslu á texta miðað við athugasemdir skipulagsnefndar.

 

Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagi fyrir Ytri-Varðgjá Hótel Gjá verði vísað í auglýsingu samkvæmt 31.gr og 41.gr. skipulagslaga 123/2010, enda hefur uppfærður texti borist miðað við athugasemdir nefndarinnar.

 

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

2308004 - Óshólmanefnd - fundargerð 28.06.2023

 

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

   

4.

2308005 - Óshólmanefnd - fundargerð 5.07.2023

 

Sveitarstjórn leggur áherslu á að allir tengdir aðilar séu upplýstir ef til breytinga kemur á vatnsstöðu Hvamms og Kjarnaflæðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

   

5.

2308006 - Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2022

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Almenn erindi

6.

2212028 - SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

7.

2308011 - Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar

 

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Eyjafjarðarsveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Eyjafjarðarsveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Finni Yngva Kristinssyni kt. 280279-3159, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að innheimta hjá Norðurorku ábyrgðargjald í samræmi við ábyrgðargjaldagreiðslur Norðurorku til annarra eigenda. Ábyrgðargjaldið skal vera vegna ofangreinds láns sem og vegna annarra lána sem Eyjafjarðarsveit er í ábyrgð fyrir miðað við stöðu þeirra í ágúst 2023.

 

   

8.

2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026, ungmennaráð

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tilnefningu nemendaráðs Hrafnagilsskóla í ungmennaráð:

Aðalmenn:
Elfa Rún Karlsdóttir
Heiðrún Jónsdóttir
Friðrik Bjarnar Dýrason
Frans Heiðar Ingvason
Haukur Skúli Óttarsson

Varamenn:
Þjóðann Baltasar Guðmundsson
Emelía Lind Brynjarsdóttir
Þórarinn Karl Hermannsson
Katrín Björk Andradóttir
Kristín Harpa Friðriksdóttir

Sveitarstjóra er falið að boða til fyrsta fundar.


 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05

Getum við bætt efni síðunnar?