Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2006003F - Kjörstjórn - 1
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
1.1 2204004 - Úthlutun sætis til varamanns í Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kjörtímabilið 2022-2026.
Niðurstaða Kjörstjórn - 1
Við kosningar vorið 2022 hlut K listi 3 kjörna fulltrúa og hefur þar með þrjá varamenn.
3. varamaður K listans, Eiður Jónsson, hefur flutt úr sveitarfélaginu og þar með misst kjörgengi sitt, sbr. 4. og 6. gr. laga nr. 112/2021 og kemur ekki til greina sem varamaður, sbr. 4. mgr. 31. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Við þær aðstæður tekur næsti maður á lista sæti hans.
Við kosningarnar var næsti maður á lista Margrét Árnadóttir 170773-5869. Kjörstjórn ákvarðar hana rétt kjörinn 3. varamann á K lista og verður henni send tilkynning um það í samræmi við 119. gr. laga 112/2021. Tekur hún þegar varmannssæti á lista sem þriðji varamaður og skal kjörbréf gefið út til hennar sem venja stendur til.
2. 2309005F - Framkvæmdaráð - 138
Fundargerð 138. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2306015 - Umsjónarmaður eignasjóðs
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 138
Davíð Ágústsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður eignasjóðs og tekið við starfinu af Elmari Sigurgeirssyni.
Davíð hefur starfað í eignasjóð Eyjafjarðarsveitar frá því árið 2007 þar sem hann hefur meðal annars sinnt viðhaldi eigna á öllum sviðum sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2309022 - Hlutverk og stefnumótun eignasjóðs
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 138
Forstöðumaður eignasjóðs og sveitarstjóri vinna að stefnumótun og skilgreiningu á hlutverki eignasjóðs. Erindi frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2304023 - Staða framkvæmda 2023
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 138
Farið yfir verkefnisstöðu framkvæmda ársins. Lögð er áhersla á að farmkvæmdir við sparkvöll og körfuboltavöll klárist sem allra fyrst.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2309018 - Íbúar Bakkatraðar 2, 4, 6 og 8 - Vegna fyrirhugaðrar fergingar
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 138
Afgreiðslu erindis frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 2309008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397
Fundargerð 397. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að því gefnu að þinglýst verði kvöð um aðgengi að borholunni.
Jafnframt er bent á að það samræmist ekki reglugerð um skráningu staðfanga að hafa viðbótina lóð í nafninu. Nauðsynlegt er að gefa eigninni annað nafn.
Sveitarstjórn samþykkir erindið að því gefnu að þinglýst verði kvöð um aðgengi að borholunni og að gömlu sundlauginni á Laugalandi. Jafnframt er bent á að það samræmist ekki reglugerð um skráningu staðfanga að hafa viðbótina lóð í nafninu. Nauðsynlegt er að gefa eigninni annað nafn.
3.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að málshefjendum sé gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og er málshefjendum gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.3 2309033 - Holt - umsókn um frakvæmdaleyfi til vegagerðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að lagt verði vegastæði að fenginni jákvæðri umsögn frá Vegagerðinni.
Teikningum af fyrirhugaðri byggingu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða vegastæði upp að lóðinni Holt L236419, enda liggi fyrir jákvæð umsögn frá Vegagerðinni. Teikningum af fyrirhugaðri byggingu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Bent er á að stækka þarf lóð áður en byggingaleyfi er gefið út til að byggingarreitur samræmist kröfum um fjarlægðarmörk.
3.4 2309028 - Skipulagsgáttin - kynning á samráðsgátt um skipulagsmál
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397
Lagt fram og kynnt.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 2309002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Fundargerð 267. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2309011 - Leikskólinn krummakot - starfsáætlun 2023-2024
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Starfsáætlun Krummakots 2023-2024 lögð fram til samþykktar.
Umræður urðu meðal annars um vistunartíma barna, sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum í nágrannasveitarfélögum, betri vinnutíma starfsfólks og tíðni skyndihjálparnámskeiða.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun 2023-2024 Krummakots verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun Krummakots.
4.2 2309012 - Leikskólinn krummakot - Staðan haustið 2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Erna Káradóttir leikskólastjóri Krummakots gerði grein fyrir stöðunni í leikskólunum haustið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Lagt fram til kynningar minnisblað um húsnæðismál grunn- og leikskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.4 2309013 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2023-2024
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 lögð fram til samþykktar. Umræður urðu meðal annars um farsímanotkun í grunnskólum.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun Hrafnagilsskóla.
4.5 2309014 - Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2023
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla gerði grein fyrir stöðunni í grunnskólanum haustið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.6 2308013 - Skólanefnd - Skólaakstur
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar leggur til að akstursáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi akstursáætlun.
4.7 2309021 - Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að hún samþykki eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir þeim vinnubrögðum sem Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur haft við undirbúning ákvörðunar sinnar um að sameina skuli M.A. og V.M.A.
● Ákvörðunin virðist tekin fyrst og fremst af rekstrarlegum rökum án tillits til þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á val nemenda um ólíkar skólagerðir og ólíka skólamenningu sem mikilvægt er að standa vörð um. Ekki er litið til þess að þegar
hefur verið sparað stórkostlega með því að stytta framhaldsskólann um 1 ár og að þar sé fjármagn sem ætti að nota til að koma til móts við aðþrengda framhaldsskóla sem ekki fá fjármagn í samræmi við fjölda innritaðra nemenda.
● Óljósar fullyrðingar um bætt nám eru hvergi rökstuddar eða sagt til um í hverju það felst.
● Engar fyrirætlanir eru kynntar um bætta aðstöðu verknáms við V.M.A. sem er grundvallarþáttur eigi að efla verknám og fjölga nemendum í verknámi eins og ráðherra hefur boðað að stefnt sé að.
● Auk sparnaðar sem á að nást með því að stækka námshópa, á hann að nást með því að fækka starfsfólki við náms- og starfsráðgjöf og í sálfræðiþjónustu sem allt gengur þvert á fullyrðingar um að auka eigi stuðning við nemendur.
Öll fyrirheit um samráð við skólasamfélagið; nemendur, starfsfólk og skólanefndir voru svikin og engin tilraun gerð til að láta reyna á möguleika samstarfs milli skólanna til að efla nám í einstökum greinum. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi barna- og menntamálaráðherra.
Afgreiðslu frestað.
5. 2309006F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8
Fundargerð 8. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2306022 - SSNE - Endurheimt votlendi á Norðurlandi eystra
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8
Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslu frestað.
5.2 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8
Stefnt á að smíða stefnuna í samvinnu við önnur sveitarfélög undir forystu SSNE.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og vísar erindinu aftur til nefndarinna til umfjöllunar í samræmi við umræður á fundinum.
5.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8
Lagt er til við sveitarstjórn að gjaldskrá verði tekin í notkun 1.nóvember 2023 og að tryggt verði að innleiðingin gangi vel fyrir sig.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gjaldtaka á gámasvæði hefjist 1. nóvember n.k. og felur sveitarstjóra að vinna kynningarefi og fylgja málinu eftir.
6. 2309009F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 46
Fundargerð 46. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2308012 - Fjallskil hrossasmölun 2023
Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 46
Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum hrossa fyrir haustið 2023.
Heildarfjöldi hrossa sem fjallskil eru lögð á eru 672.
Heildarfjöldi dagsverka er 33.
Gangnaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hrossasmölun verður 6.október og stóðréttir 7.október.
Árið 2024 verður hrossasmölun 4.október og stóðréttir 5.október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.40
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. 2309007F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Fundargerð 6. fundar ungmennaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Sveitarstjóri kynnir tilgang ungmennaráðs og erindisbréf þess. Erindisbréf verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.2 2309030 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Kosning formanns og ritara
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Heiðrún Jónsdóttir er kosinn formaður.
Frans Heiðar Ingvason kosinn ritari.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.3 2309031 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Aðgengi að líkamsrækt
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar fer yfir fyrirkomulag á notkun tækjarsalar fyrir ungmenni undir 18 ára aldri. Haldið verður námskeið um umgengni og meðferð tækja í rýminu.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.4 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Ungmennaráð frestar afgreiðslu erindis og ræðir það betur á vettvangi nemendaráðs.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.5 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
8. 2309004F - Velferðar- og menningarnefnd - 8
Fundargerð 8. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1 2202017 - Öldungaráð
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 8
Nefndin ræðir drög að erindisbréfi og leggur til ákveðnar breytingar við sveitarstjórn. Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að um kaup og kjör fari til jafns við Ungmennaráð.
Afgreiðslu nefndarinnar er vísað til umfjöllunar um erindisbréfið í sveitarstjórn.
8.2 2306029 - Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni 2023
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 8
Styrkbeiðni Leikfélags Menntaskólans á Akureyri er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
8.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 8
Nefndin þakkar innsent erindi en hafnar styrkumsókn þar sem hún fellur ekki að úthlutunarreglum nefndarinnar. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að ADHD samtökin verði fengin til að vera með opna fræðslu/námskeið í samstarfi við skóla og félagasamtök í sveitarfélaginu til að efla vitund almennings á málinu.
Erindinu er vísað til skólanefndar.
8.4 2309001 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 8
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
8.5 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 8
Sveitarstjóri kynnti jafnlaunakerfi sveitarfélagsins ásamt jafnréttisáætlun. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að yfirfara jafnréttisáætlun og er óskað eftir aðstoð sveitarstjóra við yfirferð hennar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerðir til kynningar
9. 2309019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 932
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
10. 2309029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 933
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
11. 2309024 - SSNE - Fundargerð 54. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
12. 2309034 - HNE - Fjárhagsáætlun 2024
Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Almenn erindi
13. 2309020 - Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 13.09.23
Lagt fram til kynningar.
14. 2309007 - Málstefna Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu drög að málstefnu Eyjafjarðarsveitar. Samþykkt og vísað til síðari umræðu.
15. 2109024 - Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
Breytingar á samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar eru teknar til fyrri umræðu. Er þar bætt við tölulið númer 9 við A-lið 39.greinar sem fjallar um Öldungaráð Eyjafjarðarsveitar. Samþykkt og vísað til síðari umræðu.
16. 2202017 - Drög að samþykkt um Öldungaráð - síðari umræða
Síðari umræðu um samþykkt um öldungaráð Eyjafjarðarsveitar er frestað. Samþykktirnar munu fá heitið erindisbréf fyrir öldungaráð Eyjafjarðarsveitar og er sveitarstjóra falið vinna áfram með erindisbréfið miðað við umræður á fundinum.
17. 2111001 - Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra
Frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55