Sveitarstjórn

622. fundur 07. desember 2023 kl. 08:00 - 10:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Varaoddviti Linda Margrét Sigurðardóttir stjórnaði fundi í forföllum oddvita.
 
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál.
 
1. Fundargerð 403. fundar skipulagsnefndar. Var það samþykkt og verður hún 3.liður dagskrár.
 
2. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða. Var það samþykkt og verður 14. liður dagskrár.
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2311008F - Framkvæmdaráð - 143
Fundargerð 143. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 143
Framkvæmdaráð hóf fund með vettvangsferð til að skoða nýja aðstöðu viðbyggingar við leikskólann Krummakot, íbúð að Skólatröð 6 og aðstöðu frístundar.
 
Framkvæmdaráð tók því næst til umræðu fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.
 
Framkvæmdaráð leggur til að við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir um 2 milljörðum krónur í framkvæmdir og viðhald á áætlunartímabilinu.
 
Stærstu kostnaðarliðir á tímabilinu tengjast nýframkvæmdum viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Áhersla verður þar lögð á að klára leikskólabygginguna og umhverfi hennar en lagt er til að í beinu framhaldi verði haldið áfram með uppbyggingu mannvirkisins til samræmis við hönnun og fram lagða framkvæmdaáætlun.
 
Aðrir liðir gera ráð fyrir fjármagni í gatnagerð Hrafnagilshverfis, hjóla- og göngustíg við Leiruveg, uppbyggingu á nýju gámasvæði, endurnýjun á fráveitu fyrir suðurhluta Hrafnagilshverfis og áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldi á íþróttamannvirkjum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
1.2 2311014 - Framkvæmdir ársins 2024
 
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 143
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmt verði fyrir alls 816.710.000.- á árinu 2024.
 
Tillaga framkvæmdaráðs tekur til eftirfarandi framkvæmda og markaðs viðhalds:
 
Tjaldsvæði:
Áfarm verði unnið að stöðugum endirbótum aðstöðunnar.
 
Íþróttasvæði:
Ný fótboltamörk á grasvölll.
Áframhaldandi uppbygging íþróttamannvirkja í samstarfi við UMF Samherja í samræmi við samning þess efnis.
 
Nýbygging leikskóla/viðbygging við Hrafnagilsskóla:
Framhald byggingaframkvæmda auk lóðar.
 
Íþróttamiðstöð:
Öryggismyndavélar í sundlaug og á opnum svæðum kringum íþróttamiðstöð, skóla og skrifstofur.
Uppskipti á íþróttasal með tjaldi og frágangur því tengdu.
 
Tónlistaskóli:
Endurnýjun ljósbúnaðar á göngum.
 
Laugaland:
Gólfefni á eldhúsi og viðhald á baðherbergjum.
 
Laugarborg:
Viðhald í íbúð, endurnýjun á salerni félagsheimilis og bætt aðgengi að félagshemili.
 
Opin svæði:
Áframhaldandi uppbygging í Aldísarlundi.
Bætt aðgengi og lýsing á listaverkinu Eddu.
 
Gatnagerð:
Viðhaldsframkvæmdir.
Hjóla- og göngustígur.
Gatnagerð í Hrafnagilshverfi.
Miðsvæði Bakkatraðar lokafrágangur.
Opið svæði meðfram nýrri Eyjafjarðarbraut Vestri.
 
Gámasvæði:
Jarðvinna og undirbúningur nýs gámasvæðis á Bakkaflöt.
Öryggismyndavélar.
 
Veitur:
Fráveitustöð og lagnir við Hólmatröð.
 
Leiguíbúðir:
Viðhald á Skólatröð 6 og Skólatröð 7.
Viðhald á Skólatröð 13.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu framkvæmdaráðs að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024 og 2025 til 2027 í samræmi við bókun framkvæmdaráðs og minnisblað henni tengdri, Sveitarstjóra falið að koma verkefnum í framkvæmd og leggja fyrir framkvæmdaráð tímasetta áætlun verkefna þar sem við á fyrir næsta fund.
 
 
2. 2311009F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Fundargerð 402. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagstillögurnar í innkomnum erindum. SKipulagsnefnd áréttar að tilgangur nýs íbúðarsvæðis er til að liðka fyrir kynslóðaskiptum í búrekstri og leggur til við sveitarstjórn að texta aðalskipulagstillögu verði breytt svo það komi fram. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt aðalskipulagstillaga verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
Benjamín Davíðsson vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna með þeirri breytingu að fram komi í tillögunni að tilgangurinn sé að liðka fyrir kynslóðaskiptum í búrekstri. Svo breytt aðalskipulagstillaga er samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sömuleiðis er deiliskipulagstillaga samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
2.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði falið að sammælast við Vegagerðina um aðkomu að íbúðarsvæðinu. Skipulagsnefnd leggur enn fremur til að skipulagshönnuði verði einnig falið að hafa hliðsjón af öðrum innkomnum athugasemdum við mótun skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og leggur til að landeiganda verði falið að sammælast við Vegagerðina um aðkomu að íbúðarsvæðinu. Þá er skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af öðrum innkomnum athugasemdum við mótun skipulagstillögu.
 
2.3 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
 
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. Berglind Kristinsdóttir tók við stjórn fudarins undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
 
2.4 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæðum um snjósöfnunarsvæði skuli bætt við deiliskipulag auk þess sem gera skuli grein fyrir gönguleiðum til norðurs og suðurs milli íbúðarsvæða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri deiliskipulagstillaga verði vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn óskar eftir að snjósöfnunarsvæðum verði bætt við deiliskipulag auk þess sem gera skuli grein fyrir gönguleiðum til norðurs og suðurs milli íbúðarsvæða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að svo breyttri deiliskipulagstillögu verði vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2.5 2308022 - Reiðleið um Brúnir
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Einar Gíslason kynnti sjónarmið landeigenda varðandi reiðleiðir í landi Brúna.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.6 2311039 - Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál, kynning á kröfum við málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Lagt fram til kynningar.
Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn þykir ótækt að taka upp mál sem þegar hafa farið fyrir Hæstarétt og breyta lögum eins og gert var við 7.mgr 10. greinar laga um þjóðlendur nr. 58/1998 með lögum nr. 34/2020. Greinin heimilar nefndinni einhliða að gera nýja kröfu í land sem þegar er búið að úrskurða um. Má líta á slíkan gjörning sem valdníðslu og því ætti nefndin að láta málin niður falla.
 
2.7 2311041 - Skógarböð ehf. - umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 402
Skipulagsnefnd bendir á að brennur séu ekki á verksviði nefndarinnar heldur séu háðar leyfi sýslumanns.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
3. 2312002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 403
Fundargerð 403. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 403
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagstillögu sé breytt í samræmi við minnisblað sem tekið var saman á fundinum, og að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagstillögu fyrir Heiðina - rammahluta aðalskipulags, með þeim breytingum sem fram koma í minnisblaði sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar samhliða afgreiðslu nefndarinnar. Þá samþykkir sveitarstjórn að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 
Fundargerðir til kynningar
4. 2311033 - HNE - Fundargerð 232
Fundagerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
5. 2311043 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 938
Fundagerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
6. 2311040 - Holt ehf. og Ljósaborg ehf. - Bótakrafa vegna deiliskipulags á svínabúi að Torfum
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins er falið að vinna málið áfram.
 
7. 2311007 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og minni háttar framkvæmdir við hina kirkjugarðana
Guðmundur S. Óskarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi unir þessum lið.
Í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir styrk til Kirkjugarða Laugalandsprestakalls kr. 780 þús.. Borist hefur kostnaðaráætlun frá kirkjugörðunum, að teknu tilliti til hennar samþykkir sveitarstjórn að hækka áður áætlaðan styrk um kr. 1.500.000.- á árinu 2024 vegna stækkunar á Grundarkirkjugarði.
 
8. 2312001 - Viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2023
Fyrirliggjandi viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2023 samþykktir samhljóða.
 
9. 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - síðari umræða
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 og 2025 til 2027 tekin til síðari umræðu.
 
Álagning gjalda 2024:
Útsvarshlutfall óbreytt 14,74%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,39 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,35 % hækkar úr 1,26%
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
 
Hreinlætismál:
Að tillögu atvinnu- og umhverfisnefndar hækkar almennt sorpgjald um 3% Álagt gjald á búfé vegna kostnaðar við eyðingu dýraleifa er hækkað um 15%. Með þeirri breytingu er gert ráð fyrir að tekjur standi undir kostnaði eins og lög gera ráð fyrir.
Rotþróargjald verður óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 frá 1. febrúar til 1. nóvember.
 
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá greinargerð með áætlun.
Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt velferðar- og menningarnefndar og breytist 1. ágúst 2024 í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2024.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu Velferðar- og menningarnefndar. Stök skipti hækka um 5% en aðrar liðir í gjaldskránni eru óbreyttir eða hækka um 1 til 3%.
Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2024 850,8 millj. í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs.
 
Helstu niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024.
Tekjur er áætlaðar 1.795 millj. Gjöld án fjármagnsliða er áætluð 1.464 millj.
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 11,2 millj. )
Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 267,6 millj.
Veltufé frá rekstri 252 millj.
Afborganir lána 2 millj.
Handbært fé lækkar um kr. 238,9 millj.
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2024 kr. 150 millj. og að seldar verði eignir fyrir 80 millj..
 
Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2024 eru:
Framkvæmdir við nýbyggingu leik- og grunnskóla kr. 720 millj..
Gatnagerð og fráveita kr. 50 millj.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér. Sveitarstjórn leggur áherslu á að styrkir til félagasamtaka og fram koma í áætluninni verði ekki greiddir út nema fyrir liggi samningur um styrkveitinguna.
Fjárhagsáætlunin 2024 er samþykkt samhljóða.
 
Fjárhagsáætlun 2025 - 2027.
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 - 2027 er samþykkt samhljóða. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum, áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir 1.156 millj.
Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekin verði ný lán kr. 317 millj. og að seldar verði eignir fyrir 180 millj.
Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema um 40 % í lok ársins 2025.
Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum, fjölskyldum þeirra svo og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
 
10. 2311004 - Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kalla eftir gögnum.
 
14. 2311005 - Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekinn til síðari umræðu.
 
Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekinn til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
 
Almenn erindi til kynningar
11. 2311034 - Bókun SHÍ varðandi fyrirkomulag eftirlits
Lagt fram til kynningar.
 
12. 2311037 - SSNE - Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra 2023-2033
Lagt fram til kynningar.
 
13. 2311042 - Markaðsstofa Norðurlands - Minnisblað vegna ávinnings af beinu flugi um Norðurland
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Getum við bætt efni síðunnar?