Sveitarstjórn

623. fundur 21. desember 2023 kl. 08:00 - 08:25 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. 2312012 - Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar
Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
 
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
 
Tekjuskattsálagning mun lækka um samsvarandi prósentu (0,23%) og því mun þessi ákvörðun ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur hækki ekki.
 
 
 
 
2. 2312013 - Minnisblað um ábyrgð á ráðstöfun aukaafurða dýra
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur yfirfarið minnisblaðið og telur afar mikilvægt að Sambandið fylgi þessu máli eftir við ríkið fyrir hönd sveitarfélaga.
 
Ljóst er að ef niðurstaða Sambandsins reynist rétt þá hafa sveitarfélög sinnt verkefni umfram sínar lagalegur skyldur og er mjög brýnt að leiðrétta það svo ekki komi til þess að þessi þjónusta falli niður. Sveitarstjórn lítur svo á að á meðan ríkið hefur ekki komið upp aðstöðu til lokameðhöndlunar dýraleyfa sem uppfyllir skilyrði þeirra laga sem ríkinu hefur verið gert að uppfylla þá geti ábyrgð fyrir réttri lokameðhöndlun ekki flust yfir á sveitarfélögin þó svo að þau hafa sinnt því, umfram lögboðnar skyldur sínar, að safna og flytja dýraleifar.
 
Sveitarstjórn mun fylgjast með framvindu málsins og eftir atvikum taka til endurskoðunar það fyrirkomulag sem viðhaft hefur verið á söfnun dýraleyfa í sveitarfélaginu.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25
Getum við bætt efni síðunnar?